Keppast um að ná mynd í „Jóker-tröppunum“

Ferðamenn gera „Jóker-pósuna“ í „Jóker-tröppunum“ í Bronx-hverfinu í New York.
Ferðamenn gera „Jóker-pósuna“ í „Jóker-tröppunum“ í Bronx-hverfinu í New York. AFP

Ferðamenn flykkjast nú að tröppum í Bronx-hverfinu í New York í þeim tilgangi að ná mynd af sér í tröppunum sem Joaquin Phoenix dansar niður af sinni alkunnu snilld í hlutverki Jókersins í samnefndri kvikmynd. 

Aðdáendur myndarinnar hafa meira að segja þurft að bíða í röð til að ná mynd af sér í tröppunum. „Þetta lítur betur út en í myndinni,“ segir Tasula Cebaltos, ungur Rússi sem býr í Miami í samtali við AFP-fréttastofuna. Það vottaði þó örlítið fyrir vonbrigðum hjá henni þar sem fjöldi fólks var einnig með á myndinni. 

„Ég elska þegar leikstjórar nota staði sem eru til í alvörunni. Venjulega taka þeir upp í kvikmyndaverum en þetta er alvöru staður. Við getum komið hingað og snert hann,“ bætir hún við. 

Tröppur sem aðskilja Shakespeare Avenue og Anderson Avenue í Bronx-hverfinu …
Tröppur sem aðskilja Shakespeare Avenue og Anderson Avenue í Bronx-hverfinu í New York eru nýjasti vinsæli viðkomustaður ferðamanna, að minnsta kosti þeirra sem halda upp á Jókerinn. AFP

Þrepin 132 sem skilja að Shakespeare Avenue og Anderson Avenue eru langt úr alfaraleið hins almenna ferðamanns í borginni en með tilkomu Jókersins hefur það breyst og ferðamenn reyna hvað sem þeir geta til að ná hinni fullkomnu Instagram-mynd. 

„Ég hef verið mikill Batman-aðdáandi frá því að ég var lítill og það gleður mig mikið að koma hingað,“ segir Noa Angenost, franskur táningur, sem gat ekki beðið eftir því að birta myndina á Instagram-reikningi sínum. 

Líkurnar á að þessi mynd rati inn á Instagram eru …
Líkurnar á að þessi mynd rati inn á Instagram eru 99,9%. AFP

Ekki eru þó allir á eitt sáttir með skjótar vinsældir trappanna. Elliott Raylassi, íbúi í hverfinu, stundar það að trufla myndatökur ferðamannanna. „Þetta er hverfið mitt og ég þarf að gera það sem ég geti til að vernda það,“ segir hann.

Elliott Raylassi, íbúi í Bronx, stundar það að trufla myndatökur …
Elliott Raylassi, íbúi í Bronx, stundar það að trufla myndatökur ferðamannanna í „Jóker-tröppunum.“ „Þetta er hverfið mitt og ég þarf að gera það sem ég geti til að vernda það,“ segir hann. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson