Úr Mormónakirkjunni yfir í klámið

Addie Andrews.
Addie Andrews. skjáskot/Instagram

Hin þrítuga Addie Andrews sagði skilið við Mormónakirkjuna sem hún hafði verið síðan hún var 17 ára og flutti til Kaliforníu til að reyna fyrir sér í skemmtanabransanum. 

Upphaflega ætlaði hún að verða leikkona, en þegar fjöldi umboðsmanna í klámmyndaiðnaðinum höfðu samband við hana ákvað hún að slá til og demba sér í klámiðnaðinn. 

Andrews var nýlega krýnd „Pet of the Month“ af Penthouse tímaritinu. Í viðtali við New York Post segir hún að hún hafi ekki alist upp við mikið frelsi í æsku. Foreldrar hennar hafi verið mjög trúaðir og hún hafi einnig þurft að iðka trú. Hún fékk þó val um hvaða kirkju hún myndi iðka trúna í og valdi Mormónakirkjuna. 

Hún segist aðeins hafa stundað kynlíf einu sinni áður en hún skráði sig í Mormónakirkjuna. „Vandamálið var ekki bara að þau trúa ekki á kynlíf fyrir hjónaband, heldur líta þau á kynlíf sem alvarlega synd,“ sagði Andrews. Hún stundaði ekki kynlíf frá því hún var 18 ára þangað til hún var 26 ára. Hún segist hafa verið mjög kynferðislega bæld á þessum tíma. „Þú ert í rauninni bara nunna og fórnar þér fyrir trúna á þessu tímabili,“ sagði Andrews.

Í kirkjunni var henni sett ýmis boð og bönn. Hún mátti ekki horfa á kvikmyndir með fjölskyldu sinni og mátti ekki vera brúðarmey systur sinni. Að mega ekki taka þátt í brúðkaup systur sinnar var það sem lét hana endurhugsa trúna. Hún saknaði einnig þess að syngja, dansa og leika. 

Árið 2017 hætti hún að mæta í kirkjuna. Árið eftir flutti hún til Kaliforníu og þrátt fyrir að vera með háskólagráðu fékk hún ekki einu sinni vinnu sem þjónn. Því reyndi hún frekar fyrir sér sem erótískur dansari. Þá fór hún að fá skilaboð frá umboðsmönnum í klámiðnaðinum. 

Í dag býr Andrews í Flórída og vinnur fyrir sér sem klámstjarna. Fjölskylda hennar hefur tekið starf hennar í sátt. „Ég vissi að þetta myndi koma þeim á óvart þegar ég sagði þeim frá vinnunni minni,“ sagði Andrews og bætti við að bróðir hennar hefði þó sagt að hann myndi aldrei horfa á myndirnar hennar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson