Leyndarmál drottningarinnar afhjúpuð í nýrri bók

Margt kemur fram í bókinni sem ekki hefur komið fram …
Margt kemur fram í bókinni sem ekki hefur komið fram áður. AFP

Angela Kelly, aðstoðarkona drottningarinnar og vinkona hennar, gefur út bók á næstu dögum um ár sín í þjónustu drottningarinnar.

Í bókinni leynist ýmislegt sem ekki hefur komið upp á yfirborðið áður um drottninguna, en bókin er skrifuð og gefin út með leyfi hennar. Breska tímaritið Hello hefur birt nokkra mola úr bókinni nú þegar en útgáfu hennar er beðið með eftirvæntingu í Bretlandi og víða um heim. 

Drottningin fær einhvern til að ganga til skóna sína

Í bókinni staðfestir Kelly, sem klætt hefur drottninguna frá 2002, þær sögusagnir að Elísabet Englandsdrottning fái aðstoðarkonu til að ganga til skóna sína til. Hún greindi einnig frá því að hún er sú heppna sem fær að ganga skóna til. „Drottningin hefur lítinn tíma fyrir sjálfa sig og ekki tíma til að ganga skóna sína til, og þar sem við notum sömu stærð af skóm er það eðlilegast að við gerum þetta svona,“ skrifar Kelly. 

Elísabet og Filippus á veðreiðunum 2017. Þá var liturinn grænn.
Elísabet og Filippus á veðreiðunum 2017. Þá var liturinn grænn. AFP

Drottningin bað um frægu Bond-línuna

Kelly segir að hennar hátign hafi aðeins þurft fimm mínútur til að íhuga tilboðið að koma fram við hlið leikarans Daniel Craig í Bond-kvikmynd Danny Boyle Skyfall. „Henni fannst hugmyndin mjög skemmtileg og samþykkti hlutverkið strax. Ég spurði hvort hún vildi fá línu. Án þess að hika sagði hennar hátign : „Að sjálfsögðu verð ég að segja eitthvað. Hann er að koma að bjarga mér“,“ skrifar Kelly. 

Kelly spurði hana svo hvort hún vildi frekar segja „Góða kvöldið, James,“ eða Góða kvöldið, herra Bond,“ og drottningin kaus seinni setninguna, þekkjandi Bond-kvikmyndirnar. „Innan fimm mínútna sagði ég leikstjóranum góðu fréttirnar. Ég held hann hafi næstum því dottið úr sætinu þegar ég sagði honum að eina ósk drottningarinnar var að hún fengi að segja setninguna frægu, „Góða kvöldið, herra Bond.“,“ skrifar Kelly. 

Konunglegu kappreiðarnar snúast ekki bara um hestana

Margir bíða í ofvæni á ári hverju eftir Konunglegu kappreiðunum (Royal Ascot) og það eru ekki bara hestarnir sem fólk veðjar á. Fólk veðjar á hvaða lit hattur drottningarinnar mun bera hvert ár þegar hún mætir á viðburðinn. 

Eitt árið, eftir að drottningin hafði frétt af því að fólk veðjaði á litinn, ræddi hún við veðmangara um hvenær veðbankarnir ættu að loka. Hún setti svo mismunandi hatta víðs vegar um höllina til að villa um fyrir fólki. 

„Ég fundaði með einum eigenda Paddy Power og við komumst að samkomulagi um hvenær veðbankinn ætti að loka til að forðast það að fólk myndi svindla, en leyfðum fólki að halda áfram að giska á litinn á hatti drottningarinnar,“ skrifaði Kelly.

Angela Kelly hefur verið í þjónustu drottningarinnar síðan 2002.
Angela Kelly hefur verið í þjónustu drottningarinnar síðan 2002. AFP

Faðmlag drottningarinnar og Michelle Obama var ósjálfrátt

Fréttir um að drottningin hafi brotið konunglegar siðareglur þegar hún faðmaði fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna, Michelle Obama, árið 2009 voru ekki réttar að sögn Kelly.

„Raunverulega fylgdi drottningin náttúrulegri eðlisávísun sinni að sýna þessari mögnuðu konu ástúð og virðingu, og það eru í rauninni engar siðareglur sem þarf að fylgja,“ skrifar Kelly. 

Kelly segir að þetta hafi bara snúist um manngæsku og að Obama hafi aðstoðað hana upp stigann. Obama hafði svipað að segja um málið í ævisögu sinni, Becoming. Hún sagði að þeim hefði báðum verið illt í fótunum eftir langan dag á háum hælum. 

Það er gamalt húsráð á bak við konunglega skírnarkjólinn

Kelly segir frá því að þau hafi notað sterkt Yorkshire-te til að lita eftirmyndina af konunglega skírnarkjólnum sem fyrst var notaður árið 2008. „Til að gera hann sem raunverulegastan lituðum við hann í Yorkshire-tei (því sterkasta eins og við öll vitum). Við settum hverja blúndu fyrir sig í litla skál með köldu vatni og tepoka í fimm mínútur,“ skrifar Kelly.

Drottningin lét endurgera konunglega skírnarkjólinn árið 2008 þegar sá upprunalegi, sem saumaður var árið 1841, var orðinn of gamall. 62 börn voru skírð í þeim upprunalega, meðal annars drottningin sjálf. Öll börn sem fæðst hafa í konungsfjölskyldunni hafa svo verið skírð í kjólnum síðan 2008, nú síðast Archie litli.

Á skírnardag Archie litla. Elísabet komst ekki í skírnina, en …
Á skírnardag Archie litla. Elísabet komst ekki í skírnina, en þarna má sjá skírnarkjólinn. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler