Með áfallastreituröskun vegna frægðarinnar

Shia LaBeouf var greindur með áfallastreituröskun.
Shia LaBeouf var greindur með áfallastreituröskun. AFP

Leikarinn Shia LaBeouf var greindur með áfallastreituröskun, að hluta til vegna þess að hann varð frægur þegar hann var barn. Hann hefur nú skrifað handrit að þáttum sem fjalla um áfallalitaða æsku hans. 

Hinn 33 ára gamli leikari skaust upp á stjörnuhimininn í hlutverki Louis Stevens á Disney-sjónvarpsstöðinni þegar hann var 14 ára. Foreldrar hans skildu þegar hann var aðeins fimm ára gamall og faðir hans var alkóhólisti.

Frá unga aldri fann hann fyrir pressu til þess að sjá fyrir fjölskyldu sinni. „Þetta var mjög einfalt fyrir mig, að eiga peninga þýddi að eiga fjölskyldu. Því mun meiri tekna sem ég aflaði, því meira gat ég verið með fjölskyldunni minni. Þannig blasti þetta við mér,“ sagði La Beouf í viðtali við Hollywood Reporter.

Honum fannst kapítalisminn vera ástæða þess að fjölskyldan hans gat ekki verið saman. Hann leit á vandræði foreldra sinna sem fjárhagsleg þar sem öll rifrildi hófust á umræðu um peninga. Hann trúði því að ef hann aflaði nægra tekna myndu þau hætta að rífast. 

LaBeouf hefur sjálfur verið tekinn fyrir ölvun á almannafæri og hann áttaði sig á því þegar hann var handtekinn árið 2017 að hann þyrfti að leita sér hjálpar annars myndi hann lenda í fangelsi. Hann fór til sálfræðings til þess að takast á við áföllin sem hann upplifði í æsku og var það þá sem hann var greindur með áfallastreituröskun. 

„Ég vissi að ég ætti við vandamál að stríða en ég vissi ekki að það væri það væri eitthvað annað sem væri að aftra því að ég fyndi fyrir friði og kynni að takast á við fólk,“ sagði LaBeouf. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson