Vasulka áhrifin frumsýnd í gær

Steina og Woody Vasulka.
Steina og Woody Vasulka.

Heimildamyndin Vasulka áhrifin (e.The Vasulka Effect) var frumsýnd í Bíó Paradís í gærkvöldi. Hrafnhildur Gunnarsdóttir leikstýrir myndinni sem hefur verið í vinnslu í á sjötta ár, Margrét Jónasdóttir framleiðir og er myndin framleidd af Sagafilm og Krumma Films.

Steina og Woody Vasulka á sínum yngri árum. Þau kynntust …
Steina og Woody Vasulka á sínum yngri árum. Þau kynntust í Prag 1959.

Vasulka áhrifin er heimildamynd um videólistafrumkvöðlana Steinu og Woody Vasulka. Myndin tvinnar saman lífi þeirra Steinu og Woody frá því þau hittast fyrst í Prag í Tékkóslóvakíu árið 1959 þar sem þau voru bæði við nám, hún að læra á fiðlu og hann kvikmyndagerð. „Viltu giftast mér?“ voru fyrstu orðin sem Woody sagði þegar hann var kynntur fyrir Steinu og hún svaraði „Já, ef þú gerir við vespuna mína!“. Þar með var örlagaþráðurinn spunninn.

Leikstjórinn Hrafnhildur Gunnarsdóttir og framleiðandinn Margrét Jónasdóttir við frumsýningu Vasulka …
Leikstjórinn Hrafnhildur Gunnarsdóttir og framleiðandinn Margrét Jónasdóttir við frumsýningu Vasulka áhrifanna í Bíó Paradís í gærkvöldi. mbl/Hari

Hrafnhildur Gunnarsdóttir leikstjóri segir: „Ég kynntist Steinu og Woody þegar ég var við nám í San Fransisco á níunda áratugnum. Á ferð minni um Santa Fe árið 2013 hitti ég þau, þar sem þau voru að basla við að endurfjármagna húsið sitt til þess að eiga í sig og á. Síminn var hættur að hringja og enginn vildi sýna verk þeirra lengur. Ég tók upp vélina og byrjaði að mynda.“

Fjölmenni mætti á frumsýningu heimildarmyndarinnar Vasulka áhrifin í Bíó Paradís …
Fjölmenni mætti á frumsýningu heimildarmyndarinnar Vasulka áhrifin í Bíó Paradís í gær. mbl/Hari

„Við fylgjumst með lífi Steinu og Woody síðastliðin fimm ár og sjáum hvernig þau eru enduruppgötvuð af listaheiminum. Það var ekki síst því að þakka að listamaðurinn Kristín Scheving, Listasafn Íslands og Berg Contemporary tóku þau upp á sína arma og nöfn þeirra fóru að birtast í listatímaritum og á sölusýningum víða um heim að áhugi vaknaði á þeim á ný. Nú bítast öll stærstu söfn heimsins um að eiga verk eftir þau og fjárhagsáhyggjum þeirra hefur eitthvað létt. Með húmorinn og auðmýktina aldrei langt undan segja þau sögu sína, - hvernig þau skemmtu sér við að gera tilraunir með listina í formi videóverka án þess að leiða hugann að því að þau yrðu skilgreind á heimsvísu sem einir af merkustu listamönnum síðara endurreisnartímabilsins í listum af fræðimönnum nútímans,“ segir í tilkynningu frá framleiðendum. 

Ólöf Norðdal, listamaður Kolbrún Halldórsdóttir, leikstjóri og fyrrum alþingismaður og …
Ólöf Norðdal, listamaður Kolbrún Halldórsdóttir, leikstjóri og fyrrum alþingismaður og Gunnar Karlsson, teiknari og leikstjóri voru meðal gesta. mbl/Hari

Steina og Woody stofnuðu árið 1971 The Kitchen í gömlu yfirgefnu hóteli á Mercer Street í New York þar sem þau sýndu verk sín. The Kitchen er ennþá starfrækt og þar hafa margir þekktustu listamenn heims stigið sín fyrstu skref með verkin sín. Þeirra á meðal eru Philip Glass, Peter Greenaway, Jonas Mekas, Brian Eno, David Byrnes/Talking Heads, Robert Mapplethorpe, Laurie Anderson and Cindy Sherman.

Bræðurnir Einar Örn Benediktsson og Árni Benediktsson voru mættir á …
Bræðurnir Einar Örn Benediktsson og Árni Benediktsson voru mættir á frumsýninguna. mbl/Hari

Myndin er unnin upp úr um þúsund klukkustundum af myndefni sem komu úr einkasafni Vasulka hjónanna, þar sem meðal annars mátti finna áður óséð myndefni af Andy Warhol, Jimi Hendrix, Miles David, Jethro Tull, Jackie Curtis, Candy Darling, Patty Smith og fleirum.

Myndin er framleidd af Sagafilm og Krumma Films, leikstjóri er Hrafnhildur Gunnarsdóttir, framleiðandi Margrét Jónasdóttir í samstarfi við Radim Procházka í Tékklandi, Bullitt Film í Danmörku og Nonami í Svíþjóð.

Bergur Þórisson og Pétur Jónsson úr hljómsveitinni Hugar sem sömdu …
Bergur Þórisson og Pétur Jónsson úr hljómsveitinni Hugar sem sömdu tónlistina við myndina. mbl/Hari

HUGAR, Bergur Þórisson og Pétur Jónsson sömdu tónlist við myndina, og Vaclav Flegl sá um hljóðhönnun, en þúsund klukkustundirnar klippti Jakob Halldórsson niður í 85 mínútur. Arnar Þór Þórisson og Hrafnhildur Gunnarsdóttir sáu um kvikmyndatöku en Árni Benediktsson um hljóðupptöku.

Sigurður Freyr Björnnsson, Finnbogi Pétursson og Krístína Ragnarsdóttir voru meðal …
Sigurður Freyr Björnnsson, Finnbogi Pétursson og Krístína Ragnarsdóttir voru meðal frumsýningagesta. mbl/Hari

Myndin var forsýnd á Skjaldborg á Patreksfirði í júní á þessu ári og hlaut þar hin eftirsóttu áhorfendaverðlaun, Einarinn. The Vasulka Effect var sýnd á Nordisk Panorama í september og var þar í keppni um bestu Norrænu heimildamyndina og var heiðurssýning á myndinni á tékknesku hátíðinni Ji.hlava fyrr í mánuðnum. Allar nánari upplýsingar um myndina og sýningartíma má nálgast á vefnum: bioparadis.is/kvikmyndir/the-vasulka-effect-vasulka-ahrifin/

Jakob Halldórsson, klippari myndarinnar Árni Þórður Randversson, markaðsstjóri Saga film …
Jakob Halldórsson, klippari myndarinnar Árni Þórður Randversson, markaðsstjóri Saga film í Bíó Paradís í gærkvöldi. mbl/Hari
Bergur Þórisson og Pétur Jónsson úr hljómsveitinni Hugar sem sömdu …
Bergur Þórisson og Pétur Jónsson úr hljómsveitinni Hugar sem sömdu tónlistina við myndina spiluðu fyrir frumsýningargesti. mbl/Harimbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur á þér að eitthvað er í uppsiglingu milli þín og ástvinar þíns. Samúð og varúð, eru við hæfi.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur á þér að eitthvað er í uppsiglingu milli þín og ástvinar þíns. Samúð og varúð, eru við hæfi.