Brjáluð eftir að dóttirin braut rúmið með kærastanum

Mæðgurnar eru ósáttar eftir að óhapp varð í rúmi móðurinnar.
Mæðgurnar eru ósáttar eftir að óhapp varð í rúmi móðurinnar. Samsett mynd

Stundum þarf dómara til þess að skera úr í erfiðum fjölskyldumálum. Ástralskar mæðgur þurftu að grípa til þess ráðs að fá þriðja aðila til að dæma í rifrildi sínu. Móðirin sakaði dóttur sína um að brjóta rúm sitt með kærastanum að því er fram kemur á vef Mirror. Vildi móðirin að dóttir hennar borgaði fyrir nýtt rúm. 

Reyndar var ekki um venjulegan dómara að ræða þar sem þær mæðgur ætluðu að gera upp málið í sjónvarpssal. Raunveruleikaþátturinn heitir Trial by Kylie og féll það í hlut dómara í sjónvarpssal að skera úr um hvort dóttirin ætti að bera kostnaðinn. Dóttirin hélt því fram að hún hefði ekki efni á að borga en móðirin kallar þá afsökun bull og vitleysu. Upphæðin sem um ræðir er um 180 þúsund íslenskar krónur. 

Móðirin hafði brugðið sér af bæ með unnusta sínum og á meðan átti dóttir hennar að passa húsið. Átti dóttirin að sofa í öðru og aðeins minna rúmi. 

„Þegar við komum aftur heim var húsið allt í drasli og þegar ég fór upp þá komst ég að því að rúmið mitt var brotið. Mér fannst mikil vanvirðing felast í því að hún hefði brotið rúmið og verið alveg sama um það,“ sagði móðirin. 

Ágreiningurinn var svo mikill að mæðgurnar töluðust varla við fyrir þáttinn. Þegar þátturinn var tekinn upp voru nokkrar vikur í brúðkaup móðurinnar og vildi hún ná sáttum áður en hún gifti sig. 

Mæðgurnar fóru ekki sáttar heim þar sem dómarinn dæmdi móðurinni í vil. Var dóttirin nokkuð ósátt og reyndi að verja málstað sinn með því að halda því fram að rúmið hefði verið illa farið fyrir. 

„Mamma mín lagði sitt af mörkum þegar kom að því að brjóta rúmið,“ sagði dóttirin. „Ég hef heyrt ýmislegt sem þú getur ekki komist hjá því að heyra sem dóttir.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant