Legend söng drukkinn í skemmtigarði

Chrissy Teigen og John Legend skelltu sér í Universal Studios …
Chrissy Teigen og John Legend skelltu sér í Universal Studios um helgina. AFP

Fyrirsætan Chrissy Teigen deildi myndbandi af eiginmanni sínum, tónlistarmanninum John Legend, í Universal Studios um helgina þar sem kappinn hafði fengið sér í aðra tána og söng lag sitt All Of Me uppi á sviði. 

Teigen skrifaði að eiginmaður hennar hefði fengið sér í aðra tána og fundist það frábær hugmynd að drífa sig upp á svið að syngja. Á myndbandinu má sjá Teigen hlæja að eiginmanni sínum og halda fyrir andlitið. 

Legend hljómaði ekki eins vel og hann gerir á plötum sínum, en þó töluvert betur en margir sem hafa stigið drukknir upp á svið. Hann birti sjálfur myndbandið af sér á Instagram og sagði þetta hafa verið gott kvöld. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mundu að það er ekki allt gull sem glóir og að lífshamingjan felst ekki bara í efnislegum gæðum þótt gagnleg séu. Eftir nokkra daga getur þú skoðað ferðaplönin á ný.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mundu að það er ekki allt gull sem glóir og að lífshamingjan felst ekki bara í efnislegum gæðum þótt gagnleg séu. Eftir nokkra daga getur þú skoðað ferðaplönin á ný.