Legend söng drukkinn í skemmtigarði

Chrissy Teigen og John Legend skelltu sér í Universal Studios ...
Chrissy Teigen og John Legend skelltu sér í Universal Studios um helgina. AFP

Fyrirsætan Chrissy Teigen deildi myndbandi af eiginmanni sínum, tónlistarmanninum John Legend, í Universal Studios um helgina þar sem kappinn hafði fengið sér í aðra tána og söng lag sitt All Of Me uppi á sviði. 

Teigen skrifaði að eiginmaður hennar hefði fengið sér í aðra tána og fundist það frábær hugmynd að drífa sig upp á svið að syngja. Á myndbandinu má sjá Teigen hlæja að eiginmanni sínum og halda fyrir andlitið. 

Legend hljómaði ekki eins vel og hann gerir á plötum sínum, en þó töluvert betur en margir sem hafa stigið drukknir upp á svið. Hann birti sjálfur myndbandið af sér á Instagram og sagði þetta hafa verið gott kvöld. 

View this post on Instagram

We went to @unistudios last night to do Horror Nights before they shut it down. Costume theme was onesies. We bought a few new ones and raided the closet too and found the perfect one for me to wear. Someone made Chrissy a onesie with my face on it and of course I had to wear it. Then I found a reluctant DJ with a mic and serenaded myself. It was a night

A post shared by John Legend (@johnlegend) on Nov 2, 2019 at 10:53am PDT

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bíddu með mikilvægar ákvarðanir fram í næstu viku. Það breytir engu að vera eins og naut í flagi.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bíddu með mikilvægar ákvarðanir fram í næstu viku. Það breytir engu að vera eins og naut í flagi.