Miðpunktur athyglinnar

KRABBINN | 21. JÚNÍ 20. JÚLÍ
Elsku Krabbinn minn, það eru kaflaskipti í lífi þínu; þú getur klappað þér á bakið og sagt við sjálfan þig að þú sért búinn að vera ansi duglegur því það er eitthvað svo margt sem þú getur verið þakklátur fyrir að hafa stigið skrefi lengra en þú þorðir og tekið áhættu.

Þú átt eftir að láta svo margt eftir þig liggja og það eru enn að bætast við huga þinn ný markmið og nýir kaflar í þessari metsölubók sem lífið er, en þú þarft að byggja þig upp eins og sért fyrirtæki, sem þú svo sannarlega ert. Síbreytilegir og spennandi möguleikar eru að koma inn í líf þitt og það eina sem þú þarft að hafa á hreinu er að þú verður að hafa ákveðið rými og passa upp á sjálfan þig.

Það eru að verða svo miklu meiri gæði í lífi þínu og því sem þú elskar og þú nærð þessum merka árangri að leiðrétta kjör þín og koma öllu í betra jafnvægi. Þér verður boðið í mörg merkileg partí eða samkomur og þú verður einhvern veginn miðpunktur athyglinnar, leyfðu þér að finnast það skemmtilegt, því þú átt það svo sannarlega skilið. Þú ert á hraðbraut og getur ekki alveg stjórnað hversu hratt þú ferð, svo þú þarft að skoða á hvaða hraða umferðin er, en slakaðu bara á og leyfðu því að gerast sem gerist.

Það er svolítið skemmtileg stjórnsemi í þér og það er fallegt orð, því ef enginn stjórnar gerist ekki neitt, en þú þarft að sleppa tökunum á sumu og bara treysta.is. Það býr í þér svo flottur sálfræðingur og þú ert eins og ráðagóði róbótinn en gleymir sjálfur að fara eftir eigin ráðum. Sýndu ástina meira í orðum en bara í formi athafna og gjafa, vertu svolítið á tánum, elskaðu hvað þú ert orðheppinn og eldsnöggur að fatta hvað þú eigir að gera, því þú átt eftir að hlæja, elska meira og meta allt lífið betur og betur og eins og þú sjáir að þú sért að sigla inn í farsæla höfn

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur á þér að eitthvað er í uppsiglingu milli þín og ástvinar þíns. Samúð og varúð, eru við hæfi.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur á þér að eitthvað er í uppsiglingu milli þín og ástvinar þíns. Samúð og varúð, eru við hæfi.