Gerðu hlutina strax

LJÓNIÐ | 21. JÚLÍ 21. ÁGÚST
Elsku Ljónið mitt, þú ert að hafa áhrif á svo marga með einhverri nýtilkominni bjartsýni eða kannski hefur þessi bjartsýni alltaf verið til staðar, en þú svo sannarlega nýtir þér og notar svo margt í þessum sterka bjartsýnisanda sem þú fyllist af. Það er nefnilega fátt merkilegra en bjartsýni, því þegar þú sérð það fyrir þér að allt muni enda vel, sama hvað það er, þá ertu að senda þá orku út í alheiminn og hann hjálpar þér að láta það rætast.

Þú ert með eins magnaðar rætur og Snæfellsjökullinn og hann er einn af fáum orkustöðvum í heiminum sem eru magnari alls, en hann getur líka magnað upp neikvæðni. Svo yfir þennan mánuð er það orðið bjartsýni sem breyta mun þínum högum, gerðu hlutina strax, gerðu þá bara núna því það er enginn annar tími til hvort sem er.

Það er mjög algengt að þér finnist þú vera kominn á ystu nöf, en akkúrat þá vaknar þitt rétta eðli og sjálfsbjargarkrafturinn til að sperra sig upp og hrista makkann. Góðir samningar, eða gömul loforð sem þú hefur gefið eða þér verið gefin verða efnd og gengið verður frá málunum. En þú skalt alls ekki loka þig af og einangra þig, því þar kemst ljós bjartsýninnar ekki að. Þú átt eftir að fá mörg verkefni, eða finna út hvernig þú færð meiri fjármuni, í því gætu þessir samningar verið fólgnir.

Þú skalt samt sem áður alveg sleppa því að láta þig vaða inn einhverja ástartengingu sem þú hefur margoft fundið á þér í huganum að sé vitleysa, en það kemur stundum fyrir elsku Ljónið mitt að þú fáir þráhyggju fyrir einhverju eða einhverjum, en þráhyggja er ekkert tengd ástinni. Þú verður ánægður með útkomu sem tengist heilsu þinni og vellíðan og þegar þú skilur og skynjar þetta sérðu ástina skýrar í hverju sem hún gæti verið fólgin.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú verður þú að setjast niður og skrifa lista yfir þau verkefni sem þú hefur látið hrúgast upp að undanförnu. Vertu tilbúinn að deila leyndarmálinu með vini.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú verður þú að setjast niður og skrifa lista yfir þau verkefni sem þú hefur látið hrúgast upp að undanförnu. Vertu tilbúinn að deila leyndarmálinu með vini.