Núna er núið

NAUTIÐ | 21. APRÍL 20. MAÍ
Elsku Nautið mitt, þetta verður svo dásamlegur tími til að tjá skoðanir þínar og láta ljós þitt skína, auðvitað eru ekki allir sammála því sem þú hefur til málanna að leggja og þar af leiðandi er þín eina hindrun að láta skoðanir eða álit annarra stoppa þig.

Að sjálfsögðu þarftu stundum að líta í spegilinn og tala við þig augliti til auglitis, en talaðu þig upp og talaðu þig til því þú ert að hlusta svo sterkt á sjálfið og sjálfan þig núna. Þú ert náttúrulega eina manneskjan sem þú getur ekki skilið við, þú getur skilið við ástina, vinnuna eða fjölskylduna, en þú vaknar og sofnar með sjálfum þér alla ævi.

Það er bein leið fyrir framan þig og þú færð mjög skýra sýn á hvernig þú vilt raða lífssögu þinni saman, láttu það ekki hafa áhrif á þig þó þú dettir stöku sinnum niður í þreytuköst eða andleysi því það virðist samt vera eitthvað sem þú þarft að breyta eða gera fyrir þig til þess að fá jafnari styrk.

Þetta er eitthvað sem er svo beint fyrir framan þig og það er svo lítið sem þú þarft að breyta til að halda styrknum, jafnvel eitthvað svo einfalt eins og þú þurfir bara að drekka meira vatn. Innsæi þitt verður svo opin orka að þú munt finna á þér eins og þú værir spámaður, sem þú ert, nákvæmlega hvað þú átt að gera í sambandi við sjálfan þig og aðra.

Það verður fullt tungl í Nautsmerkinu 12. nóvember, sem er mögnuð orka hins milda og fagra Venusar yfir þessu tímabili sem færir þér gjafir ástarinnar og dregur fram ástríður og fegurð, en ekki hugsa um fortíðina né velta þér upp úr hinu gamla, því það er svo sannarlega búið og núna er núið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál