Einlægni svarið við öllu

SPORÐDREKINN | 23. OKTÓBER 22. NÓVEMBER
Elsku Sporðdrekinn minn, þú ert að fara inn á merkasta tíma ársins því þetta er þinn afmælismánuður, svo það verður mikið af tilfinningum, upphafi og endalokum rétt eins og áramótin gefa okkur.

Þú munt hugsa um það sem þú vilt sleppa úr lífi þínu og skoða vel hvað þú vilt opna fyrir á þessum lífsáramótum þínum. Þú hefur afl til að hreinsa til í kringum þig og henda því út sem hefur verið að sliga þig. Það verður mikið að gerast á þessum tíma sem þú ert að skauta inn í og nú er mikilvægt að þú ákveðir að einfalda líf þitt, og það verður líka það sem þú gerir.

Að sjálfsögðu þarftu í þessu ferli að horfast í augu við það sem þér finnst hindra þig, þarft að vita hver ertu og hvað viltu? Því að lífsorkan og Alheimurinn þarf að skilja og skynja hvað þú vilt til þess að geta fært þér það.

Þessi merkilegi mánuður mun hrista þig og hressa við, þú tengir þig betur við gamla vini og ferð einhvern veginn aftur til fortíðar og einfaldleikans. Þú skynjar betur hvað skiptir máli og hvað ekki og munt sjá að það er fólk sem er aðalatriðið og einlægni er svarið við öllu, svo ef þér líður illa þarf fólk að vita það og þannig skilur það þig betur. Ástin verður logandi heit í þessum mánuði því að fullt tungl í Nautinu er á döfinni og þar tengist hinn fagri Venus, sem getur líka leitt til uppgjörs, en þú þarft svo sannarlega vita hvað þú vilt, því hamingjan býr heima hjá þér.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert kalin/n á hjarta eftir höfnun. Þú veðjaðir því miður á rangan hest. Láttu hart mæta hörðu.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert kalin/n á hjarta eftir höfnun. Þú veðjaðir því miður á rangan hest. Láttu hart mæta hörðu.