Fram úr björtustu vonum

TVÍBURINN | 21. MAÍ 20. JÚNÍ
Elsku Tvíburinn minn, hjá þér er að myndast svo sterkur kraftur og sannar tilfinningar að það er eins og þú hafir náð í skottið á þér, þú skilur sjálfan þig betur og þar með treystir þú öðrum af heilum hug og hugrekki og munt svo sérstaklega átta þig á því hvað lífið er að segja þér.

Þú ávinnur þér virðingu og vinsældir með einlægni og fordómalausum orðum og mikilli mildi. Á þessu tímabili sem þú ert að fara inn í mun þér líða svo vel andlega, þú lýkur því sem þú þarft að og finnst eins og þú sért frjáls frá leiðindaálagi. Þú hefur svo miklu sterkari stjórn á því sem er að gerast, en ert ekkert að hlaupa á undan þér eins og þú getur átt til. Það er að bætast í og þróast svo sterk ást, hvort sem það býður upp á það að þú sért að verða ástfanginn eða þú sjáir betur að þú sért ástfanginn. Það eina sem getur truflað þessa tíðni er stress eða ótti, það er nú ansi lítið orð og þú átt ekki að láta það orð verða að steini í götu þinni til þess að taka á móti fegurð og að njóta. Það eru að opnast fyrir þér möguleikar á breytingum og nýjum kafla í lífi þínu, þótt það sé ekki akkúrat að gerast í þessum mánuði er samt rosalega merkilegt afl að færa þér nýja og betri von og sterkari möguleika til að efla það sem þig langar til, þetta fer fram úr björtustu vonum þínum.

Að sjálfsögðu er alls konar að gerast í fjölskyldu þinni og í kringum þig sem getur haft lamandi áhyggjur, en um þetta getur þú engu breytt, svo hættu að fylla huga þinn af þannig áhyggjum sem bara draga þig niður. Það lenda allir að lokum á fótunum og þess vegna skaltu ekki eyða mínútu í óþarfa áhyggjur, þú finnur og veist að þú ert sigurvegari.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert kalin/n á hjarta eftir höfnun. Þú veðjaðir því miður á rangan hest. Láttu hart mæta hörðu.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert kalin/n á hjarta eftir höfnun. Þú veðjaðir því miður á rangan hest. Láttu hart mæta hörðu.