Með marga verndarengla

VOGIN | 23. SEPTEMBER - 22. OKTÓBER
Elsku Vogin mín, þú ert að fara í bjarta og góða tíma, þótt örli á því að þú hafir áhyggjur af afkomu þinni, og að sjálfsögðu viltu vera bara kvíðalaus og hafa engar áhyggjur, en þvílíkt leiðindalíf væri það nú? Það er svo margt að breytast og verða svo miklu betra og þú ert með marga verndarengla í kringum þig, því þú kemur þér alltaf út úr öllum klípum.

Þú finnur að þú ert sterkari og öruggari í því sem þú ert að vinna að og ert að finna fleiri sálufélaga og svo magnaður andi er að koma yfir persónur í kringum þig, svo magnaður að þú verður hissa á því hvernig þetta raðast saman.

Þú átt eftir að sveiflast á ljóshraða en samt fer það í taugarnar á þér að þú ljúkir ekki öllu sem fyrir þig er lagt og ert með töluvert af fullkomnunaráráttu, sem er svo fallegt orð og ég öfunda þig af. Stilltu huga þinn á þau verkefni sem þú elskar, settu tvö af þeim í efsta sæti, hvort sem það er fjölskyldan, vinnan eða annað, og leyfðu öllu öðru að vera aukaatriði.

Þú átt eftir að ferðast töluvert og lenda í hressandi ævintýrum, þú elskar náttúruna, fjöllin og ævintýrin og ert akkúrat að fara inn í þá tíma þegar þú tekur þessi tækifæri sem að þér eru rétt og þú skipuleggur enn fleiri ævintýri. Ástin er aðalatriðið í lífinu þínu og þú hefur þá útgeislun að geta náð þér í hvaða ástargyðju eða goð sem þú kærir þig um, notaðu þessa útgeislun og kraft til að laða til þín það sem þú hefur verið að hugsa um. Ástarplánetan Venus heldur bókstaflega í höndina á þér, en svo er það þitt að skilja og meta hvað ást er.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler