Samfélagsmiðlastjarna sérhæfir sig í ofáti

Charna Rowley sérhæfir sig í ofáti.
Charna Rowley sérhæfir sig í ofáti.

Samfélagsmiðlastjörnur þurfa margar hverjar að hafa verulega fyrir því að halda athygli fylgjenda sinna. Sumum dugir að koma berrassaðar fram reglulega en það virðast engin takmörk vera fyrir vitleysunni sem sumir eru til í að leggja á sig til að fá og halda í fylgjendur.

Charna Rowley er ensk stúlka sem hefur sagt upp hefðbundinni vinnu sinni til að sinna fylgjendum sínum á Youtube. Áherslur hennar í innslögum eru sérstakar en hún borðar af miklum móð á meðan hún ávarpar áhorfendur.

Til er sérstakt hugtak á enskri tungu fyrir slík myndbönd, „mukbang“, þ.e. að troða í sig mat í beinni útsendingu á meðan áhorfendur fylgjast með. Í viðtali við Mirror lýsir Charna markmiðum sínum en hún stefnir á að geta borðað allt að 10.000 kaloríur í hverri máltíð á meðan hún lætur móðann mása við áhorfendur. Að eigin sögn er hún ánægð með viðbrögðin og stefnir á mikinn frama á Youtube en gerir sér þó grein fyrir því að þessi atvinna getur verið hættuleg heilsu hennar. Á meðfylgjandi myndbandi gerir hún sér lítið fyrir og borðar fjölskylduskammt af kínverskum mat á meðan hún talar látlaust.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ákaflega gefandi að rétta öðrum hjálparhönd. Láttu það eftir þér að fara í ferðalag eða gera eitthvað fyrir sjálfan þig.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ákaflega gefandi að rétta öðrum hjálparhönd. Láttu það eftir þér að fara í ferðalag eða gera eitthvað fyrir sjálfan þig.