Playboy-erfingi og Harry Potter-stjarna ganga í það heilaga

Herra og frú Hefner á brúðkaupsdaginn.
Herra og frú Hefner á brúðkaupsdaginn. Skjáskot/Instagram

Yngsti sonur Hugh Hefner, Cooper, og Harry Potter-stjarnan Scarlett Byrne gengu í það heilaga í Kaliforníu á dögunum. Brúðkaupið var mjög lágstemmt en þau giftu sig hjá sýslumanni í ríkinu. 

Hefner og Byrne trúlofuðu sig í ágúst 2015. Hefner skrifaði á Twitter að þau stefndu á að halda stóra brúðkaupsveislu til að fagna áfanganum seinna. 

Byrne fór með hlutverk vinkonu Draco Malfoy, Pansy Parkinson, í kvikmyndunum um galdrastrákinn Harry Potter. Hún hefur einnig farið með hlutverk í þáttum á borð við Tha Vampire Diaries og Falling Skies. 

Hún sat einnig fyrir í Playboy-tímariti tengdaföður síns í mars/aprílútgáfu tímaritsins árið 2017. 

View this post on Instagram

Happy 4th of July

A post shared by Scarlett Hefner (@scarleybyrne) on Jul 4, 2019 at 10:46am PDT

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Allir þurfa að eiga sér undankomuleið, hvernig sem viðrar í mannlífinu. Brostu bara við heiminum og þá mun heimurinn reynast þér vel.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Allir þurfa að eiga sér undankomuleið, hvernig sem viðrar í mannlífinu. Brostu bara við heiminum og þá mun heimurinn reynast þér vel.