Heimsmet í miðasölu á Kópavogsblótið

Af Kópavogsblótinu í fyrra.
Af Kópavogsblótinu í fyrra. Ljósmynd/Aðsend

„Þá eru 2.400 miðar seldir og klárt heimsmet hefur verið sett í fjölda manns á einu þorrablóti,“ segir Jón Sigurður Garðarsson, einn af skipuleggjendum Kópavogsblótsins 2020. 

Miðar fóru í sölu á Kópavogsblótið 2020 í gærmorgun. Seldist upp á blótið á aðeins 2 mínútum og sátu margir eftir með sárt ennið. Í kjölfarið ákvað þorrablótsnefndin að færa blótið úr Smáranum yfir í Fífuna og bæta þar með 50 borðum við.

Því fóru 50 borð, alls 600 miðar, í aukasölu klukkan 16 í gær. Þeir miðar runnu einnig út eins og heitar lummur eða glæný sviðasulta, en aðeins var hægt að kaupa 12 manna borð í einu.

Blótið verður haldið 24. janúar í Fífunni Kópavogi. Verður þar kannski slegið heimsmet í fjölda manns á einu þorrablóti og jafnvel ekki miðað við höfðatölu eins og mörg heimsmet okkar Íslendinga eru. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson