Ástkona Whitney Houston stígur fram

Ástkona Whitney Houston hefur stigið fram.
Ástkona Whitney Houston hefur stigið fram. Darrin Bush

Robyn Crawford, ein besta vinkona tónlistarkonunnar Whitney Houston, tjáir sig í fyrsta skipti um ástarsamband þeirra í sjálfsævisögu sinni A Song For You: My Life With Whitney Houston. 

Sjö ár eru liðin síðan Houston féll frá aðeins 48 ára gömul. „Ég var komin á þann stað að mér fannst ég þurfa að standa upp fyrir vináttu okkar. Og mér fannst ég líka þurfa að segja frá konunni á bak við hæfileikana,“ segir Crawford. 

Í bókinni segir hún frá vináttu þeirra, en einnig ástarsambandi þeirra. Þær kynntust þegar þær unnu saman í sumarbúðum, Crawford þá 19 ára og Houston 17 ára. Þær urðu bestu vinkonur og kærustupar. Þær héldu ástarsambandi sínu leyndu og segir Crawford að Houston hafi endað líkamlegt samband þeirra snemma á 9. áratugnum. 

Stuttu eftir að Houston hafði skrifað undir plötusamning við Clive Davis hjá Arista lét hún Crawford vita að líkamlegt ástarsamband þeirra gæti ekki haldið áfram. Hún sagði henni það með því að gefa hana Biblíu. „Hún sagði að við ættum ekki að eiga í líkamlegu sambandi lengur því það myndi gera vegferð okkar erfiðari. Hún sagði að ef fólk kæmist að þessu myndi það nota það gegn okkur,“ sagði Crawford. 

Hún segir að þær hafi einnig fundið fyrir pressu frá fjölskyldu Houston. „Whitney sagði mér að mamma hennar hafi sagt henni að það væri ekki eðlilegt fyrir tvær konur að vera svona nánar, en við vorum það nánar. Við töluðum aldrei um skilgreiningar, eins og lesbía eða samkynhneigðar. Við lifðum bara lífi okkar og vonuðum að þetta myndi vara að eilífu,“ sagði Crawford. 

„Whitney veit að ég elskaði hana og ég veit að hún elskaði mig. Við vorum hvor annarri allt. Við lofuðum að standa hvor með annarri,“ segir Crawford. Crawford býr nú með maka sínum, Lisu Hintlemann, og hafa þær ættleitt tvö börn saman. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert svo sjálfstæður að stundum manstu ekki eftir því að biðja um hjálp. Reyndu að minna þig á forgengileika hlutanna.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert svo sjálfstæður að stundum manstu ekki eftir því að biðja um hjálp. Reyndu að minna þig á forgengileika hlutanna.