Múmíur og menningarklíkur

Ármann Jakobsson sendir frá sér reyfara og barnabók.
Ármann Jakobsson sendir frá sér reyfara og barnabók. mbl.is/Árni Sæberg

Ármann Jakobsson sendir frá sér tvær bækur býsna ólíkar fyrir þessi jól, sína hjá hvorum útgefandanum, annars vegar reyfarann Urðarkött og hins vegar barnabókina Bölvun múmíunnar. Athygli vekur að höfundur síðarnefndu bókarinnar er ekki „bara“ Ármann Jakobsson, heldur segir Prófessor Ármann Jakobsson á kápu.

Ármann segir að sú tilhögun sé ekki hans hugmynd, heldur útgefanda barnabókarinnar. „Ég veit ekki hvort þetta sé vísun í Ævar vísindamann, sem er reyndar ekki alvöruvísindamaður, en ég er alvöruprófessor,“ segir hann og hlær, „en kannski finnst þeim það gefa einhvern blæ á bókina. Það á svo sem líka við því ég nota heilmikið af því sem ég er að rannsaka í minni vinnu í bókunum mínum, líka í barnabókunum.“

– Hvað kom til að þú skrifaðir barnabók?

„Barnabókin er skrifuð á undan Urðarketti, þótt þær komi út á sama ári. Mig dreymdi bókina, dreymdi mæðgur sem bjuggu á þjóðminjasafni og að þar yrðu dularfullir atburðir tengdir múmíu og blóðbletti. Það var ekki meira í þeim draum, en ég bjó bókina út frá honum. Það er nú svo að þegar mann dreymir svona er eins og það sé búið að skora á mann og ég fór því af stað að skrifa. Fæðingarhríðirnar urðu svolítið langar, því ég var að skipta um útgefanda á þeim tíma, en ég held að bókin hafi bara batnað á meðan.

Fyrsti útgefandinn sem ég fór til vildi að ég hefði hana meira fyrir yngri börn, en ég vildi það ekki, vildi hafa hana fyrir eldri börn. Um leið og ég byrjaði að skrifa bókina fann ég að hræðslan við múmíuna hjá stelpunni er í raun hræðsla við að missa móður sína. Móðirin er búin að vera veik, barnið þorir ekki að ræða það við hana og móðirin vill hlífa barninu og ræðir því ekki veikindin við stúlkuna sem eykur bara áhyggjur hennar. Hún setur svo allan þenna ótta í múmíuna af því múmían er fyrir henni tákn dauðans og lífsins. Af þessu spinnst nú sagan.“

Lesa má viðtalið í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er eins og allt nái að sleppa fyrir horn hjá þér í dag. Ef þú ferð eitthvað reyndu þá að fara á kunnuglegan stað.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er eins og allt nái að sleppa fyrir horn hjá þér í dag. Ef þú ferð eitthvað reyndu þá að fara á kunnuglegan stað.