Moore segist hafa verið háð Kutcher

Ashton Kutcher og Demi Moore árið 2012.
Ashton Kutcher og Demi Moore árið 2012. mbl.is/Rauters

Leikkonan Demi Moore sagði í Red Table Talk í vikunni að hún hefði verið háð þáverandi eiginmanni sínum, leikaranum Ashton Kutcher. 

Moore, ásamt tveimur dætrum sínum, Rumer og Tallulah, settist niður með Jödu Pinkett Smith, móður hennar og dóttur. Þær ræddu nýútkomna sjálfsævisögu Moore. Moore var gift leikaranum á árunum 2005 til 2013.

„Stóran hluta af því tímabili, sérstaklega með Ashton, var ég svo reið því mér leið eins og það hefði verið tekið eitthvað af mér. Þegar hún vildi eignast annað barn, það gekk ekki upp og öll athyglin var á því, hugsaði ég með mér að við værum ekki nóg,“ sagði Rumer í viðtalinu. 

Moore varð ólétt eftir Kutcher en meðgöngunni lauk eftir aðeins sex mánuði og sátu þau Kutcher eftir með brotið hjarta.

„Eftir að meðgangan endaði hugsaði ég bara með mér: „Af hverju viltu endilega eignast annað barn?“ Ég þoldi ekki hugmyndina um það. Síðan fann ég myndir af þér á meðgöngunni og sá hvað þú varst gengin langt og hugsaði: „Guð minn góður hvað ég var ónærgætin,““ bætti Rumer við.

Moore ræddi um að hún hefði verið algjörlega háð Kutcher. „Fíkn mín í Ashton var örugglega skelfilegust af öllu. Ég var algjörlega andlega fjarverandi,“ sagði Moore. 

Tallulah, sem enn bjó hjá móður sinni þegar hún var gift Kutcher, sagði að sér hefði liðið eins og móðir hennar hafi gleymt henni. 

„Ég bjó til þá hugmynd að hún elskaði mig ekki. Ég trúði því innilega. Ég veit að hún gerir það, 100 prósent, en þarna, þegar ég var sár, datt mér ekki í hug að einhver sem elskaði mig myndi gera þetta við mig. Og ég valdi aðra fram yfir þig,“ sagði Tallulah við móður sína. 



Demi Moore og Bruce Willis ásamt dætrum sínum þremur, Rumer, …
Demi Moore og Bruce Willis ásamt dætrum sínum þremur, Rumer, Tallulah og Scout. Ljósmynd/skjáskot
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant