Það sem fólk hélt að væri ást var þaulskipulagt

Lady Gaga og Bradley Cooper tala saman baksviðs á Óskarnum …
Lady Gaga og Bradley Cooper tala saman baksviðs á Óskarnum 2019. AFP

Oprah Winfrey ræddi við Lady Gaga í nýju viðtali í Elle. Oprah komst ekki hjá því að spyrja Lady Gaga út í meint ástarsamband hennar og Bradley Cooper. Orðrómurinn var afar hávær í kringum Óskarsverðlaunin og eru þau Gaga og Cooper bæði hætt í þeim langtímasamböndum sem þau voru í í byrjun árs. 

Oprah sagðist hafa rætt þetta við Cooper stuttu áður en hún hitti Lady Gaga. Á leikarinn og leikstjórinn að hafa sagt við Opruh að ef þau hefðu átt í ástarsambandi hefði hann ekki getað horft svona í augu Lady Gaga við píanóið á Óskarnum. „Algerlega. Algerlega,“ sagði Lady Gaga mjög sammála. 

Lady Gaga bætti því einnig við að fjölmiðlar væru kjánalegir. Lady Gaga og Cooper bjuggu til ástarsögu og auðvitað vildi sviðsveran og leikkonan Lady Gaga að fólk tryði því að þau væru ástfangin. „Og við vildum að fólk fyndi fyrir ástinni á Óskarnum. Við vildum komast í gegnum linsu myndavélarinnar og inn í öll sjónvarp sem var verið að horfa á. Og við æfðum mikið, við unnum í marga daga. Við skipulögðum allt, þetta var útfært eins og sviðframkoma,“ sagði Lady Gaga. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler