Handtekinn aftur — nú fyrir líkamsárás

Það berast miður góðar fregnir af breska tónlistarmanninum Pete Doherty …
Það berast miður góðar fregnir af breska tónlistarmanninum Pete Doherty þessa helgina. AFP

Breski rokkarinn Pete Doherty er búinn að eiga erfiða helgi í París. Hann var handtekinn fyrir líkamsárás á öldurhúsi þar í borg í dag, einungis degi eftir að hafa verið sleppt úr haldi lögreglu fyrir kókaínkaup.

Samkvæmt frétt AFP um vandræði Doherty var hann drukkinn og lenti í slagsmálum. Lögfræðingur Doherty staðfestir að tónlistarmaðurinn hafi verið kærður fyrir líkamsárás.

Doherty hefur átt í miklu basli með fíknivanda sinn allt frá því að honum skaut frá á sjónarsviðið með hljómsveitinni The Libertines á fyrstu árum aldarinnar. Árið 2012 var honum vísað úr lúxus-vímuefnameðferð á Taílandi, eftir að kvartað var undan því að hann hefði slæm áhrif á aðra sjúklinga og að hann legði sig ekki fram við að reyna að afnetjast heróíni.

Lögfræðingur hans sagði við fjölmiðla eftir að honum var sleppt úr fangelsi í gær að Doherty hefði fallist á að leggjast inn á sjúkrahús vegna fíknar sinnar.

Í dag fór hann hins vegar út og fékk sér nokkra drykki, sem endaði með því að hann er kominn aftur í hald lögreglu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson