Stefnir Madonnu vegna seinkunar á tónleikum

Poppstjarnan Madonna.
Poppstjarnan Madonna. AFP

Bandarískur karlmaður hefur höfðað mál gegn poppstjörnunni Madonnu fyrir að seinka fyrirhuguðum tónleikum um tvær klukkustundir. 

„Það er svolítið sem þið þurfið öll að skilja. Og það er að drottningar eru aldrei seinar,“ má heyra Madonnu segja í myndbandi sem hún birti á Twitter-síðu sinni í gær frá tónleikum sínum í Las Vegas. Þrátt fyrir fagnaðarlætin sem má heyra í myndbandinu virðast ekki allir vera sammála þessum orðum söngkonunnar. 

Þeirra á meðal er Flórídabúinn Nate Hollander. Á mánudaginn síðasta höfðaði hann mál gegn Madonnu og skemmtanafyrirtækinu Live Nation fyrir héraðsdómi í Miami. Hann heldur því fram að breytt tímasetning á tónleikunum sé samningsbrot á milli söngkonunnar og þeirra sem keyptu miða á tónleikana. 

Hollander keypti miða á tónleika poppstjörnunnar í ágúst, en tónleikarnir fara fram 17. desember. Hollander heldur því fram að þegar hann keypti miðann í ágúst var fyrirhugaðir að tónleikarnir myndu hefjast klukkan hálf níu. Í lok október seinkuðu Madonna og Live Nation tónleikunum um tvær klukkustundir, til hálf ellefu. 

Fyrir viðskiptavini í stöðu Hollander, sem keyptu miða en vilja ekki fara á tónleikana svo seint um kvöld, er engin möguleiki á endurgreiðslu. 

Þá segist Hollander ekki geta endurselt miðann þar sem hann er ekki jafn verðmætur eftir að tónleikunum var seinkað. Hollander segist hafa keypt þrjá miða á tónleikana sem kostuðu samtals rúmlega 1.000 dollara, því sem nemur rúmlega 125.000 krónum. Segist hann hafa tapað fjárhagslega á miðakaupunum þar sem hann geti ekki endurselt miðana á sama verði og hann keypti þá.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler