Svo ég geti selt allt sem ég á

Johnny Marr var lagahöfundur The Smiths en Morrissey sá um …
Johnny Marr var lagahöfundur The Smiths en Morrissey sá um textana. AFP

„Heyrðu @Johnny_Marr er þetta þvættingur, lagsi? Þarf að fá það staðfest sem fyrst svo ég geti slegið lán og selt allt sem ég á til að geta mætt á alla tónleikana. Segðu mér annað, kemur @jackthesticks í staðinn fyrir Mike [Joyce trommuleikara] vegna þess að ég sé þá @morrisseysolo ekki fyrir mér á sama sviðinu ... en þú? Takk vinur.“

Þessi skilaboð fékk Johnny Marr, gítarleikari The Smiths, frá aðdáanda hinnar goðsagnakenndu bresku rokksveitar í vikunni, en orðrómur um endurkomu bandsins, sem lagði upp laupana árið 1987, hefur verið hávær að undanförnu. Meira að segja var hermt að tónleikaskipuleggjendurnir Live Nations hefðu tryggt sér réttinn til að efna til tónleikahalds strax á næsta ári. Hafi einhverjir verið farnir að gera sér vonir um að af þessu verði virðist Marr hafa jarðað þær væntingar nokkuð hressilega þegar hann svaraði téðri fyrirspurn. Svarið var einfalt: „Nigel Farage á gítar.“

Fyrir þá sem koma hér af fjöllum er óhætt að segja að Johnny Marr og Morrissey, hinn litríki söngvari The Smiths, skipi sér hvor í sína pólitísku fylkinguna. Sá fyrrnefndi er vinstrimaður og hefur barist opinberlega gegn brexit, sem hann hefur sagt munu hafa alvarlegar afleiðingar fyrir breska tónlistarmenn og hinar skapandi listir í landinu yfir höfuð.

Morrissey í essinu sínu á Hróarskelduhátíðinni árið 2006. Hann er …
Morrissey í essinu sínu á Hróarskelduhátíðinni árið 2006. Hann er ekki allra. JOHN MCCONNICO


Í nöp við innflytjendur

Morrissey er á hinn bóginn yfirlýstur stuðningsmaður flokksins For Britain, sem staðsetur sig lengst til hægri á hinu pólitíska rófi og hefur talað fyrir andíslömskum sjónarmiðum. Hann er harður brexit-maður og hefur kennt innflytjendum um hnignun bresks samfélags. Eins og fram kom í Sunnudagsblaðinu fyrir viku hefur Morrissey sagt hinu frjálslynda breska dagblaði The Guardian stríð á hendur og tróð upp á tónleikum í Bandaríkjunum á dögunum klæddur í bol með áletruninni „Til fjandans með The Guardian“. Í sumar tók hann undir sjónarmið þess efnis að hið opinbera í Bretlandi bæri rapparann Stormzy (sem er þeldökkur) á höndum sér í þeim tilgangi að ýta undir fjölmenningu á kostnað menningu hvíta kynstofnsins.
Breski tónlistarmaðurinn Billy Bragg, sem er yfirlýstur vinstrimaður, hefur sagt það hafið yfir allan vafa að Morrissey sé með orðræðu sinni og framkomu að ýta undir öfgafull hægriviðhorf.

Marr er alveg á hinum endanum, að því er virðist. Á nýjustu sólóplötu sinni, Call the Comet, sem kom út í fyrra, sér hann fyrir sér nýtt samfélag þar sem baki er snúið við „fáránleika síðustu ára“. Á síðasta ári var hann í hópi tónlistarmanna, ásamt Ed Sheeran, Jarvis Cocker, Neil Tennant og fleirum, sem rituðu Theresu May, þáverandi forsætisráðherra, bréf og viðruðu áhyggjur sínar af áhrifum brexit á tónlistarlífið í landinu.

Nánar er fjallað um málið í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson