Gagnrýna ráðningu löngu látins leikara

James Dean birtist aftur á skjánum rúmum 60 árum eftir …
James Dean birtist aftur á skjánum rúmum 60 árum eftir andlát sitt. AFP

Leikarinn James Dean mun fara með aðalhlutverk í kvikmyndinni Finding Jack. Ráðningin hefur verið gagnrýnd af leikurum í Hollywood, en Dean lést árið 1955. 

Magic City Films framleiða kvikmyndina og mun nota CGI-tækni til þess að endurskapa Dean í kvikmyndinni. Notast verður við gamlar kvikmyndir sem Dean lék í, ásamt ljósmyndum af honum. 

Framleiðslufyrirtækið hefur tryggt sér réttinn til þess að endurskapa Dean, sem var aðeins 24 ára þegar hann lést í bílslysi. 

Hlutverkaskipanin hefur verið gagnrýnd af leikurum í Hollywood en leikarinn Chris Evans skrifaði að þetta væri ekki góð þróun. „Kannski getum við fengið tölvu til að mála ný Picasso-málverk eða semja nokkur ný John Lennon-lög,“ skrifaði Evans á Twitter. 

Elijah Woods, Bette Midler og Dylan Sprouce hafa einnig sagt ráðninguna skelfilega. 



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson