Valli sport og Þórunn Antonía leika fullkomna fjölskyldu

Þórunn Antonía gefur syninum brjóst í myndbandinu við lagið Ofurkona …
Þórunn Antonía gefur syninum brjóst í myndbandinu við lagið Ofurkona sem sýnt verður í næstu viku.

Þórunn Antonía er nú að gera myndband við lagið Ofurkona sem kom út fyrir tveimur vikum. Hekla Egils og Anna Karín Lárusdóttir framleiða og leikstýra myndbandinu. Í myndbandinu sést það glögglega að það er ekki alltaf allt eins og það sýnist í hinum raunverulega heimi.

„Við erum fullkomna fjölskyldan með fullkomnu mömmuna að halda öllu eins og það á að vera en það er að sjálfsögðu ekki þannig þegar betur er að gáð,“ segir Þórunn Antonía um myndbandið og bætir við: 

„Við tökum multi tasking á nýtt level í myndbandinu þar sem ég gef Arnaldi syni mínum brjóst á meðan ég ryksuga, syng og reyni að sinna dótturinni á meðan kallinn horfir á boltann.“

Þau Freyja Sóley, dóttir Þórunnar og Valgeir Magnússon, Valli sport, leika líka í myndbandinu ásamt hundinum Pollux en Valli samdi lagið með Þórunni.

„Þetta er svona fullkomna fjölskyldan með fullkomnu mömmuna; pabbi, mamma, dóttir, sonur og hundur. En svo endar allt á öðrum endanum.“

Í næstu viku verður svo myndbandið frumsýnt. 

Valgeir Magnússon eða Valli sport eins og hann er kallaður …
Valgeir Magnússon eða Valli sport eins og hann er kallaður leikur fjölskylduföður í myndbandinu ásamt dóttur Þórunnar Antoníu.
Hekla Egils og Anna Karín leikstjórar myndbandsins.
Hekla Egils og Anna Karín leikstjórar myndbandsins.
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Kipptu þér ekki upp við það þótt einhver spyrji þig spjörunum út úr því þú hefur hreina samvisku. Líttu á minningar sem munað - smakkaðu á nokkrum en ekki missa damp.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Kipptu þér ekki upp við það þótt einhver spyrji þig spjörunum út úr því þú hefur hreina samvisku. Líttu á minningar sem munað - smakkaðu á nokkrum en ekki missa damp.