Halle Berry sýnir löðrandi sveitt þvottabrettið

Halle Berry er búin að vera dugleg í ræktinni.
Halle Berry er búin að vera dugleg í ræktinni. skjáskot/Instagram

Óskarsverðlaunaleikkonan Halle Berry er dugleg að sýna afrakstur árangurs síns í ræktinni á Instagram. Um helgina birti leikkonan mynd af magavöðvum sínum og greinir frá því að hún sé loksins komin með „six pack“. 

Berry segist hafa sett sér það markmið að fá skorna magavöðva fyrir kvikmyndahlutverk og náði hún markmiði sínu um helgina. Hún mælir með því að fólk setji sér heilsutengd markmið. Berry segir það ekki auðvelt að ná markmiðunum en þegar þeim er náð sé það erfiðisins virði. 

Berry æfir með einkaþjálfara en hefur einnig verið á ketó-mataræðinu í nokkur ár. 

Halle Berry er í góðu formi.
Halle Berry er í góðu formi. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er kominn tími til að slaka á og taka því rólega. Veislur, sem haldnar eru í dag, verða óvenju ánægjulegar.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er kominn tími til að slaka á og taka því rólega. Veislur, sem haldnar eru í dag, verða óvenju ánægjulegar.