Of drukkin til að muna eftir Óskarnum

Olivia Colman fékk verðlaun fyrir aðalhlutverk sitt í kvikmyndinni The …
Olivia Colman fékk verðlaun fyrir aðalhlutverk sitt í kvikmyndinni The Favourite, hún man ekkert eftir því samt. AFP

Leikkonan Olivia Colman sagði í The Graham Norton Show að hún muni ekkert eftir Óskarsverðlaunahátíðinni þar sem hún hafi verið of drukkin. 

Colman vann Óskarsverðlaunin fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni The Favourite nú í ár, hún man hins vegar lítið eftir því að hafa tekið á móti verðlaununum. „Ég man eiginlega ekkert eftir því. Það besta við Óskarsverðlaunahátíðina er að það er bar bak við salinn svo allir eru þar. Það eru nokkur hundruð manns sem fylla í sætin á meðan svo næstum allir eru á barnum að detta í það,“ sagði Colman. 

Hún hefur fagnað góðu gengi á síðustu árum en hún fer nú með hlutverk Elísabetar Englandsdrottningar í þriðju seríu af The Crown. Hún segist ekki hafa undirbúið sig mikið fyrir hlutverkið fyrir utan það að framleiðslufyrirtækið hafi ráðið hreyfiþjálfara til að kenna henni að hreyfa sig á fágaðri hátt. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mundu að það er ekki allt gull sem glóir og að lífshamingjan felst ekki bara í efnislegum gæðum þótt gagnleg séu. Eftir nokkra daga getur þú skoðað ferðaplönin á ný.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mundu að það er ekki allt gull sem glóir og að lífshamingjan felst ekki bara í efnislegum gæðum þótt gagnleg séu. Eftir nokkra daga getur þú skoðað ferðaplönin á ný.