40 keppinautar Íslands í Rotterdam

Duncan Laurence hrósaði sigri fyrir hönd Hollands í fyrra. 41 …
Duncan Laurence hrósaði sigri fyrir hönd Hollands í fyrra. 41 þjóð etur kappi í Rotterdam á næsta ári. mbl.is/Eggert Jóhannesson

35 þjóðir hafa staðfest þátttöku í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, sem fram fer í Hollandi næsta vor. Auk þjóðanna 35 eiga sex þjóðir fast sæti í lokakeppninni. 

Helstu breytingar frá því í Tel Aviv eru þær að Búlgaría og Úkraína taka þátt að nýju eftir árs hlé. 

Ísland er á meðal keppenda, þrátt fyrir fánaatvikið fræga, og verður framlagið valið í byrjun næsta árs. Undan­keppn­ir Söngv­akeppn­inn­ar fara fram 8. og 15. fe­brú­ar í Há­skóla­bíói og úr­slit­in ráðast 29. fe­brú­ar í Laug­ar­dals­höll.

Jon Ola Sand, fram­kvæmda­stjóri Söngv­akeppni evr­ópskra sjóvarps­stöðva, segir skipuleggjendur Eurovision gríðarlega spennta fyrir góðri þátttöku í keppninni á næsta ári. Þetta verður í síðasta sinn sem Sand verður við stjórnvölinn en hann ætlar að láta af störf­um eft­ir keppn­ina í Rotter­dam 2020. 

Eurovision fer fram í Rotter­dam dag­ana 12., 14. og 16. maí og þar verður þjóðunum 35 skipt niður á tvö undankvöld. Dregið verður í riðla fyrir undankvöldin 28. janúar en miðasala á sjálfa keppnina hefst von bráðar, að því er segir í frétt Eurovision.tv

Þjóðirnar sem taka þátt eru: 

  • Albanía
  • Armenía
  • Ástralía
  • Austurríki
  • Aserbaídsjan
  • Hvíta Rússland
  • Belgía
  • Búlgaría 
  • Króatía
  • Kýpur
  • Tékkland
  • Danmörk
  • Eistland
  • Finnland
  • Frakkland
  • Þýskaland
  • Georgía
  • Grikkland
  • Ísland
  • Írland
  • Ísrael
  • Ítalía
  • Lettland
  • Litháen
  • Malta
  • Moldóva 
  • Holland
  • Norður-Makedónía
  • Noregur
  • Pólland
  • Portúgal
  • Rúmenía
  • Rússland
  • San Marínó
  • Serbía
  • Slóvenía
  • Spánn
  • Svíþjóð
  • Sviss
  • Úkraína
  • Bretland
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant