93 ára á hestbaki

Elísabet Englandsdrottning skellti sér á hestbak eftir hátíðahöldin á sunnudaginn.
Elísabet Englandsdrottning skellti sér á hestbak eftir hátíðahöldin á sunnudaginn. AFP

Elísabet Englandsdrottning lætur aldurinn heldur betur ekki stoppa sig, en hún sást á hestbaki nú á sunnudag. Elísabet varð 93 ára í apríl síðastliðnum og skellti sér í útreiðartúr við Windsor kastala. 

Elísabet er mikil hestakona og eru hestar eitt af hennar aðal áhugamálum. Hún hefur lengi haldið úti hestarækt og ræktar einna helst góða veðhlaupahesta. Hún skellir sér reglulega á bak þrátt fyrir aldurinn.

Sunnudagurinn var viðburðarríkur hjá konungsfjölskyldunni en dagurinn er minningardagur um þá sem féllu í fyrri og síðari heimstyrjöldunum. Drottningin sást fella tár á aðalathöfninni á sunnudag. 

Drottningin var í bláum frakka, með hvítan skýluklút og sólgleraugu. Filippus var ekki með í för, en hann lét af konunglegum skyldum fyrir tveimur árum, þá 96 ára að aldri. Myndir af drottningunni á baki má sjá hér.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson