Eignir Crowe urðu eldinum að bráð í Ástralíu

Russell Crowe.
Russell Crowe. AFP

Tvö hús brunnu á landareign leikarans Russell Crowe í skógareldum sem geisa nú í Ástralíu. Crowe birti myndir á Twitter og skrifaði að hann væri almennt heppinn, engin húsdýr hafi drepist og allir hestarnir væru við hestaheilsu. 

Crowe er frá Nýja-Sjálandi en hefur búið í Ástralíu stóran hluta af ævi sinni. Hann á um 400 hektara land í austurhluta Ástralíu. 

Nágrannakona hans Debbie Waldon sagði í fréttum í Ástralíu í gær að hún væri reið því að allir slökkviliðsmennirnir drífi sig til Crowe. „Ég er reið því að hús vina minna þarna brennur og allir slökkviliðsbílarnir fara til Russell Crowe. Hvað með venjulegt fólk?“

Slökkviliðsmenn náðu að bjarga húsi aðeins 2,5 kílómetra frá húsi leikarans. Þeir taka fyrir það að hann fái einhverja sér meðferð. „Slökkviliðsmenn vita ekki heim til hverra þeir eru sendir þegar þeir fara í útkall. Þeir sem vinna úr lofti hafa ekki hugmynd um það heldur,“ sagði talsmaður slökkviliðsins í Ástralíu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson