Friends koma saman í nýjum þætti

Snúa þau aftur á litla skjáinn?
Snúa þau aftur á litla skjáinn? mbl.is/AFP

Framleiðslufyrirtækin Warner Bros. og HBO Max standa nú í viðræðum um að sameina stjörnunar sex úr Friends aftur á ný til þess að gera einn þátt. 

Samningaviðræður eru hafnar um handritslausan þátt þar sem leikararnir Jennifer Anniston, Courteney Cox, Lisa Kudrow, Matt LeBlanc, Matthew Perry og David Schwimmer myndu koma saman ásamt höfundum þáttanna David Crane og Mörtu Kauffman. 

Heimildarmenn Hollywood Reporter vildu þó ekki fullyrða að þátturinn yrði gerður þar sem langt væri í land í samningagerðinni. Ef samningar myndu nást ætti eftir að finna tíma sem hentar öllum leikurunum. 

Friends-þættirnir fagna 25 ára afmæli sínu í ár en þættirnir hafa fundið nýja aðdáendur, eða ný kynslóð hefur fundið þættina. Slegist hefur verið um sýningarrétt á þáttunum, en þeir hafa verið aðgengilegir á streymisveitunni Netflix síðustu ár. Nú vilja Warner Bros. og HBO endurheimta þættina yfir á nýja streymisveitu HBO Max. Þættirnir munu því yfirgefa Netflix í Bandaríkjunum árið 2020, en ekki er útséð hvort þeir munu einnig hverfa af íslenska Netflix í bráð.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það þarf ekki alltaf einhver ósköp til þess að lífga upp á tilveruna. Hvað sem þú tekur þér fyrir hendur mun ganga upp. Vertu bjartsýn/n.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það þarf ekki alltaf einhver ósköp til þess að lífga upp á tilveruna. Hvað sem þú tekur þér fyrir hendur mun ganga upp. Vertu bjartsýn/n.