Vildi aðeins tjá sig við karlkyns blaðamann

Heiðdís Rós og Farzad Sepahifar þegar allt lék í lyndi.
Heiðdís Rós og Farzad Sepahifar þegar allt lék í lyndi. skjáskot/Instagram

Farzid Sepahifar sagðist aðeins geta tjáð sig um sambandsslit hans og förðunarfræðingsins, Heiðdísar Rósar Reynisdóttur, við karlkyns blaðamann.

Sepahifar var í sambandi með Heiðdísi Rós í rúmlega ár. Þau trúlofuðu sig fyrr í haust og kom það aðdáendum hennar á óvart þegar þau tilkynntu um sambandsslit sín í síðustu viku. Sepahifar sagði í myndbandi á Instagram að hann væri kominn með nálgunarbann gegn henni og að þau myndu koma fyrir dómara í Los Angeles þann 20. nóvember næstkomandi. Hann eyddi myndbandinu síðar út.

Í samtali við Mbl.is sagði Heiðdís Rós að auðvelt væri að fá á sig nálgunarbann í Los Angeles. Heiðdís vildi ekki tjá sig nánar um málið að svo stöddu en bætti við að tilgangur nálgunarbannsins væri að koma í veg fyrir að hún gæti náð í dótið sitt til hans.

Þegar blaðamaður falaðist eftir viðtali við Sepahifar og bauð honum að segja sína hlið á sambandsslitunum sagðist hann vera tilbúinn í að koma í viðtal. Hann sagðist þó ekki geta rætt við undirritaðan blaðamann, þar sem hann talaði ekki við hvern sem er. Hann óskaði eftir sjónvarpsviðtali við karlkyns blaðamann, helst giftan fjölskyldumann.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Langt og torvelt verkefni verður þess virði þegar þú kemur að leiðarlokum. Reyndu að sjá það besta í öllum aðstæðum sem mæta þér.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Langt og torvelt verkefni verður þess virði þegar þú kemur að leiðarlokum. Reyndu að sjá það besta í öllum aðstæðum sem mæta þér.