Taylor Swift má ekki syngja sín eigin lög á verðlaunahátíð

Taylor Swift.
Taylor Swift. AFP

Tónlistarkonan Taylor Swift má ekki syngja vinsæl lög sín á verðlaunahátíðinni American Music Awards 25. nóvember. BBC greinir frá.

Swift átti að koma fram á verðlaunahátíðinni, en nú ríkir óvissa um hvort hún geti stigið á svið.

Í færslu á samfélagsmiðlum sagði Swift aðdáendum sínum að umboðsmennirnir Scooter Braun og Scott Borchetta leyfðu henni ekki að syngja lög af plötum sínum sem komið hafa út á síðustu árum, vegna þess að þeir eiga réttinn á lögunum. Hún sagði einnig óvíst sé hvort heimildarmynd um hana muni koma út á streymisveitunni Netflix. 

Braun og Brochetta hafa ekki tjáð sig um málið. 

Í færslunni sem hún birti á Twitter segir hún að óvíst sé hvort hún geti komið fram á nokkrum öðrum viðburði sem tekinn verður upp fyrr en í nóvember á næsta ári. 

Í júní á þessu ári upplýsti Swift um það að hennar fyrstu plötur hafi verið seldar til Braun af útgáfufyrirtækinu sem framleiddi plöturnar. Útgáfufyrirtækið er í eigu Borchetta en Swift sagði að hann hafi ekki látið hana vita af sölunni. 

Hún ásakaði umboðsmanninn Braun um að hafa reynt að eyðileggja feril hennar. Hann svaraði þeim ásökunum ekki. 

Tónlistarkonan gaf það svo út í ágúst síðastliðnum að hún hygðist taka allar plötur sínar upp aftur, svo hún myndi eiga réttinn að lögunum. Hún hefur þó ekki möguleika á að gera það fyrr en í nóvember á næsta ári.

Swift á að koma fram á AMA-verðlaunahátíðinni en þar mun hún hljóta titilinn Tónlistarmaður áratugarins. Hún stefndi að því að flytja fjölda laga sem slegið hafa í gegn á síðustu árum. 

Hún segir Braun og Borchetta hafa sagt henni að hún megi ekki nota lögin á opinberum vettvangi og eigi að hætta að tala um þá opinberlega. Ef hún myndi gera það fengi hún réttinn til að taka þau upp aftur og eignast þar af leiðandi höfundaréttinn.

Swift biðlar nú til aðdáenda sinna að þrýsta á Braun og Brochetta að leyfa henni að flytja lögin sín. Aðdáendur hennar hafa svarað kallinu og tísta nú kveðjum með myllumerkjunum #IStandWithTaylor og #FreeTaylor.

Taylor Swift.
Taylor Swift. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson