Tekjur áhrifavalda aukast

Tekjur áhrifavalda hafa aukist síðustu ár.
Tekjur áhrifavalda hafa aukist síðustu ár. Skjáskot

Tekjur áhrifavalda á samfélagsmiðlum hafa aukist gríðarlega mikið á síðustu árum samfara auknum vinsældum þeirra. Þetta kemur fram í rannsókn markaðssetningarfyrirtækisins Izea. 

Niðurstöður Izea sýna að meðalverðið á mynd á Instagram sem fyrirtæki greiða áhrifavöldum fyrir að birta hefur hækkað úr rúmlega 16.500 krónum upp í 202 þúsund krónur. 

Fyrirtæki virðast vilja greiða áhrifavöldum háar upphæðir til þess að birta myndir, myndbönd og bloggfærslur, segir í umfjöllun Business Insider

Margir velta því fyrir sér hvort hefðbundnar auglýsingar muni brátt heyra sögunni til en markaðsfræðingurinn Yuval Ben Itzhak segir ekki. „Rafræn markaðssetning er eins og orðið sem ferðast á milli manna. Það mun alltaf vera blanda á milli þess og hefðbundinna auglýsinga,“ sagði Ben-Itzhak. 

Rannsókn Izea náði til efnis á Facebook, YouTube, Instagram og bloggvefsíðna og kannaði umsamdar greiðslur fyrir færslur á árunum 2014 — 2019.

Flestir högnuðust vel, allt frá smærri áhrifavöldum með færri en 100 þúsund fylgjendur til stórstjarna með milljónir fylgjenda. 

Greiðslur fyrir hverja Instagram-færslu hafa hækkað um 44% frá 2018 til 2019. Meðalgreiðslur fyrir hverja bloggfærslu sem birt er í samstarfi við fyrirtæki hafa hækkað úr rúmum þúsund krónum á færslu árið 2006 upp í 177 þúsund krónur fyrir hverja færslu árið 2019.

Hæstu greiðslurnar fást fyrir YouTube-myndbönd, árið 2014 fengu áhrifavaldar að meðaltali rúmar 50 þúsund krónur fyrir hvert myndband en árið 2019 eru það rúmar 830 þúsund krónur fyrir hvert myndband.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant