Fékk algjörlega nóg af eiginkonu sinni

Kelsey Grammer og fyrrverandi eiginkona hans Camille þegar allt virtist …
Kelsey Grammer og fyrrverandi eiginkona hans Camille þegar allt virtist leika í lyndi. REUTERS

Fraiser-leikarinn Kelsey Grammer hefur unnið mikið í sjálfum sér og þeim samböndum sem hann var í áður fyrr. Í dag er Grammer kvæntur í fjórða sinn en talar ekki fallega um sín fyrri hjónabönd. Talar hann sérstaklega illa um þriðju eiginkonu sína, raunveruleikastjörnuna Camille Grammer, í nýlegu viðtali við Graham Bensinger sem sjá má hér að neðan. 

Grammer segist eiginlega ekki vilja tala um Camille Grammer og nefnir hana ekki á nafn. Segir leikarinn það aumkunarvert hversu mikið hún talar um líf hans en hann virðist hafa allt aðra sýn á hjónaband þeirra en hún. 

„Mánuði eftir að ég fékk hjartaáfall dó mamma mín, fyrir 12 árum núna, á útfarardegi móður minnar missti þriðja eiginkona mín sig yfir einhverju og byrjaði að segja mér: „Ég er farin, ég vil út úr þessu. Ég vil skilnað bla, bla, bla, bla.“ Við höfðum talað um þetta sama í átta ár og það var þreytandi,“ sagði Grammer. 

„Ég áttaði mig á því á þessari stundu að ég var kominn með nóg og ég væri kominn með nóg af henni, ég ætlaði ekki að vera í þessu sambandi mikið lengur. Og eitthvað rétt undir ári seinna var ég búinn.“

Camille Grammer sem er nú fræg­ust fyr­ir þátt­töku sína í raun­veru­leikaþátt­un­um Real Hou­sewi­ves of Bever­ly Hills á tvö börn með leik­ar­an­um. Hjónin giftu sig árið 1997 og sótti Camille Grammer um skilnað frá Kelsey Grammer árið 2010. Aðeins nokkrum vikum seinna tilkynnti Fraiser-leikarinn að hann ætti von á barni með núverandi eiginkonu sinni, Kayte Walsh. Þau misstu fóstrið en eiga í dag saman þrjú börn. Þau giftu sig aðeins tveimur vikum eftir lögskilnað Kalsey og Camille Grammer árið 2011. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Deildu því sem þú veist og hvettu þá sem vanir eru að liggja á sínu, til þess að slaka aðeins á. Ekki láta þetta á þig fá því það gengur á ýmsu í öllum lífsins ævintýrum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Deildu því sem þú veist og hvettu þá sem vanir eru að liggja á sínu, til þess að slaka aðeins á. Ekki láta þetta á þig fá því það gengur á ýmsu í öllum lífsins ævintýrum.