Les aldrei dóma og gúglar sig aldrei

Emilia Clarke er hætt að gúgla sig.
Emilia Clarke er hætt að gúgla sig. AFP

Leikkonan Emilia Clarke hefur það sem reglu að lesa aldrei dóma um verk sem hún leikur í og hún leitar aldrei að sjálfri sér á Google. 

Clarke fer nú með aðalhlutverk í jólamyndinni Last Christmas sem frumsýnd var í kvikmyndahúsum um síðustu helgi. Myndin hefur fengið blendnar viðtökur, The Mirror gaf henni fimm stjörnur, The Wrap sagði hana notalega jólamynd en The Sun sagði hana verstu hátíðamynd sem gagnrýnandi þeirra hafði séð.

Það hefur þó ekki áhrif á aðalleikkonuna Clarke, sem les aldrei dóma um það sem hún leikur í. Clarke er hvað best þekkt fyrir túlkun sína á drekamóðurinni í Game of Thrones. Áttunda og síðasta serían af Game of Thrones fór í loftið fyrr á þessu ári. 

„Ég les þá ekki. Það er að hluta til það sem maður lærir í leiklistarskólanum, síðan leikur maður í leikhúsi og það hjálpar ekki neitt. Eins og ég lít á þetta, er að ég hætti að gúgla sjálfa mig á innan við ári eftir að Game of Thrones kom út. Ég hugsaði bara „Ég þarf ekki að vita hvað fólki finnst um stærðina á rassi mínum, takk fyrir kærlega“,“ sagði Clarke í viðtali við BBC

Hún bætti við að fólk segi henni hvort sem er af því ef að hún fær frábæra dóma. „Síðan hættir maður að gúgla sig, síðan hættir maður að lesa gagnrýni. Ef einhver segir eitthvað virkilega gott, ef maður fær fimmtán milljón stjörnu dóm, þá mun einhver segja þér það. Og ef þú færð „einnar stjörnu kolamola í rassgatið“-dóm þá mun einhver segja sér það,“ sagði Clarke. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú verður þú að setjast niður og skrifa lista yfir þau verkefni sem þú hefur látið hrúgast upp að undanförnu. Vertu tilbúinn að deila leyndarmálinu með vini.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú verður þú að setjast niður og skrifa lista yfir þau verkefni sem þú hefur látið hrúgast upp að undanförnu. Vertu tilbúinn að deila leyndarmálinu með vini.