Beðin um að taka jólaskrautið niður

Fjölskyldan var beðin um að fjarlægja jólaskrautið því þau settu …
Fjölskyldan var beðin um að fjarlægja jólaskrautið því þau settu það upp of snemma. Ljósmynd/Pexels

Fjölskylda í Texas fékk bréf frá hverfisráðinu sínu þar sem óskað væri eftir að þau tækju niður jólaskrautið sem þau höfðu sett upp. Ástæðan var sú að hverfisráðið taldi fjölskylduna hafa sett jólaskrautið upp of snemma.

Hjónin Claudia og Nick Simonis, sem búsett eru í San Antonio í Texas, settu upp jólaskrautið sitt 1. nóvember síðastliðinn. Skreyttu þau húsið með ljósaseríum, uppblásnum snjókarli, hreindýri og jólasveini í þyrlu.

Þremur dögum seinna barst þeim bréf frá Diamond Association Management & Consulting þess efnis að það væri of snemmt að setja upp jólaskraut og óskað var eftir að þau tækju snjókarlinn niður þar til styttra væri til jóla.

Að sögn Claudiu kom hins vegar ekki fram í bréfinu hvenær það þætti í lagi að setja snjókarlinn aftur upp. Þau voru ekki beðin um að taka annað jólaskraut niður. Í bréfinu kom fram hvenær þau þyrftu að vera búin að taka jólaskrautið allt niður eftir jólin og var það í síðasta lagi 10 dögum eftir að hátíðunum lýkur.

„Okkur fannst þetta klikkað, sérstaklega þar sem þau sögðu ekki hvenær við mættum setja það upp. Hvenær er rétti tíminn eiginlega?“ sagði Claudia í viðtali. Þau hafa áhyggjur af því að geta ekki sett jólaskrautið upp seinna, þar sem Claudia er gengin átta mánuði.

„Við ætlum ekki að taka skrautið niður. Þetta er jólaandinn. Við ætlum ekki að láta hverfisráðið neyða okkur til þess að taka það niður,“ sagði Nick.

Deilurnar hafa orðið til þess að fleiri í hverfinu hafa sett upp jólaskraut til að sýna Simonis-hjónunum stuðning.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler