Ort um endalok heimsins

Sunnata frá Póllandi kemur fram á hátíðinni í ár.
Sunnata frá Póllandi kemur fram á hátíðinni í ár.

Tónlistarhátíðin Doomcember fer fram á Gauknum dagana 22. og 23. nóvember næstkomandi. Svo sem nafnið gefur til kynna er hátíðin helguð svonefndum dómsmálmi (doom metal). 

„Dómsmálmur er regnhlífarhugtak yfir nokkrar gerðir af öfgarokki og einkennist af hægum takti, þungum tón í hljóðfærum, háværu andrúmslofti og textum sem fjalla um geiminn, dulspeki, endalok heimsins og margt fleira,“ segir Jónas Hauksson, talsmaður tónlistarhátíðarinnar Doomcember, sem fram fer á Gauknum á föstudag og laugardag í næstu viku.

Hátíðin var fyrst haldin árið 2016 og var upprunalega eins dags tónleikar með hljómsveitum frá Íslandi. Síðan þá hefur henni vaxið fiskur um hrygg og verður nú í tvo daga á Gauknum og mun skarta tíu hljómsveitum, innlendum og erlendum.

„Markmið hátíðarinnar er að halda árlega samkomu fyrir unnendur dómsmálms, þar sem boðið er upp á það besta í íslensku senunni,“ segir Jónas. „Dómsmálmur hefur aldrei verið á toppi undirsenunnar á Íslandi. Aðrar öfgastefnur eins og til dæmis dauðarokk, svartmálmur og harðkjarni hafa notið meiri hylli. Dómsmálmur hefur hins vegar verið að sækja í sig veðrið undanfarið með fleiri og betri hljómsveitum.“

Nánar er fjallað um málið í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson