Helgi Seljan sendur á heilsuhæli

Einn af lykilfréttamönnunum í Samherjamálinu, Helgi Seljan, segir það ekki alltaf tekið út með sældinni að sinna starfi sínu sem fréttamaður. Rannsóknarfréttamennskan hafi jafnvel tekið slíkan toll að hann hafi átt þann kost einan að kúpla sig alveg út og dvelja á Heilsuhælinu í Hveragerði í nokkurn tíma, þrátt fyrir að konan hans væri ólétt heima með tvö börn. Þetta kemur fram í viðtali Loga Bergmanns Eiðssonar við Helga Seljan sem er næsti gestur í hinum vönduðu viðtalsþáttum Með Loga sem sýndir eru í Sjónvarpi Símans.

Vitað er að starf fréttamanna og þáttastjórnenda í sjónvarpi er á meðal fimm mest streituvaldandi starfa í heimi og Helgi getur sannarlega vitnað um það.

„Þetta er endalaust áreiti, mikil vinna og þessi tilfinning sem ég hef alltaf haft, að ég hafi allt of stuttan tíma.“

Þátturinn með Helga kemur í Sjónvarp Símans fimmtudaginnn 21. nóvember.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt verkið virðist erfitt, skaltu ekki bakka. Lífið gengur sinn vanagang. Allt of oft sættum við okkur við hluti sem eru ekki nógu góðir, breytum þessu.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt verkið virðist erfitt, skaltu ekki bakka. Lífið gengur sinn vanagang. Allt of oft sættum við okkur við hluti sem eru ekki nógu góðir, breytum þessu.