Raðmorðingi gengur laus í Reykjavík

Hér má sjá Nínu Dögg Filippusdóttur leikkonu í hlutverki sínu …
Hér má sjá Nínu Dögg Filippusdóttur leikkonu í hlutverki sínu í þættinum.

Þann 26. desember frumsýnir RÚV þættina Brot (The Valhalla Murders) sem eru leikstjórn Þórðar Pálssonar, Davíðs Óskars Ólafssonar og Þóru Hilmarsdóttur. Þættirnir eru alls átta talsins en þeir fjalla um raðmorðingja sem gengur laus í Reykjavík. 

Þrjú fórnarlömb finnast með stuttu millibili, allt eldri borgarar, sem vekur óhug í samfélaginu. Þegar lögreglan rannsakar málið koma í ljós óhugnanlegir atburðir úr fortíðinni sem varpa ljósi á morðin.

Með helstu hlutverk fara Nína Dögg Filippusdóttir og Björn Thors.

Handrit þáttanna er skrifað af Óttari Norðfjörð, Margréti Örnólfsdóttur, Mikael Torfasyni og Otto Geir Borg. Kristinn Þórðarson og Leifur Dagfinnsson framleiða þættina fyrir Truenorth og Davíd Óskar Ólafsson fyrir Mystery Productions.

Kvikmyndataka er í höndum Árna Filippussonar og Heimir Sverrisson gerði leikmyndina. Valdís Óskarsdóttir og Sigurður Eyþórsson klipptu þættina og Helga Rós V. Hannam gerði búningana. Gervi voru í höndum Áslugar Drafnar Sigurðardóttur. 

RÚV og Netflix eru meðframleiðendur á seríunni og er hún styrkt af Kvikmyndamiðstöð Íslands og Atvinnu og Nýsköpunarráðuneytinu í formi endurgreiðslu. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson