Ekki uppselt á jólatónleika Baggalúts

Baggalútur halda sína árlegu jólatónleika í desember.
Baggalútur halda sína árlegu jólatónleika í desember. Ljósmynd/Svenni Speight

Ekki er uppselt á alla 18 jólatónleika hljómsveitarinnar Baggalúts þetta árið. Alls fóru 18 tónleikar í sölu þetta árið og uppselt er á 13 af þeim. Enn er fjöldi miða laus á hina fimm.

Vanalega hefur selst upp á alla jólatónleika Baggalúts og þeir troðfyllt Háskólabíó kvöld eftir kvöld á aðventunni. Þetta er fjórtánda árið í röð sem þeir syngja jólin inn. 

Baggalútsmenn ákváðu að setja alla 18 tónleikana í sölu á sama tíma þann 3. september síðastliðinn. Það hafa þeir ekki gert síðustu ár, en í fyrra settu þeir til að mynda 10 tónleika í sölu fyrst. Þegar seldist upp á þá bættu þeir við 4 aukatónleikum. Þegar seldist upp á þá bættu þeir svo 4 aukaaukatónleikum við sem seldist upp á líka.

Að sögn Hrefnu Sifjar Jónsdóttur, framkvæmdarstjóra Tix.is, fór miðasalan vel af stað þetta árið og sagði hún í viðtali við Mbl.is 5. september síðastliðinn að þau byggjust við að það myndi seljast upp á tónleikana. Þeir sem ekki hafa tryggt sér miða geta það þó enn þá. 

Laust er á tónleikana sunnudagskvöldin 8. og 15. desember klukkan 17 og 21 og einnig fimmtudagskvöldið 19. desember klukkan 17. Miðasala fer fram á Tix.is.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt verkið virðist erfitt, skaltu ekki bakka. Lífið gengur sinn vanagang. Allt of oft sættum við okkur við hluti sem eru ekki nógu góðir, breytum þessu.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt verkið virðist erfitt, skaltu ekki bakka. Lífið gengur sinn vanagang. Allt of oft sættum við okkur við hluti sem eru ekki nógu góðir, breytum þessu.