Ekki uppselt á jólatónleika Baggalúts

Baggalútur halda sína árlegu jólatónleika í desember.
Baggalútur halda sína árlegu jólatónleika í desember. Ljósmynd/Svenni Speight

Ekki er uppselt á alla 18 jólatónleika hljómsveitarinnar Baggalúts þetta árið. Alls fóru 18 tónleikar í sölu þetta árið og uppselt er á 13 af þeim. Enn er fjöldi miða laus á hina fimm.

Vanalega hefur selst upp á alla jólatónleika Baggalúts og þeir troðfyllt Háskólabíó kvöld eftir kvöld á aðventunni. Þetta er fjórtánda árið í röð sem þeir syngja jólin inn. 

Baggalútsmenn ákváðu að setja alla 18 tónleikana í sölu á sama tíma þann 3. september síðastliðinn. Það hafa þeir ekki gert síðustu ár, en í fyrra settu þeir til að mynda 10 tónleika í sölu fyrst. Þegar seldist upp á þá bættu þeir við 4 aukatónleikum. Þegar seldist upp á þá bættu þeir svo 4 aukaaukatónleikum við sem seldist upp á líka.

Að sögn Hrefnu Sifjar Jónsdóttur, framkvæmdarstjóra Tix.is, fór miðasalan vel af stað þetta árið og sagði hún í viðtali við Mbl.is 5. september síðastliðinn að þau byggjust við að það myndi seljast upp á tónleikana. Þeir sem ekki hafa tryggt sér miða geta það þó enn þá. 

Laust er á tónleikana sunnudagskvöldin 8. og 15. desember klukkan 17 og 21 og einnig fimmtudagskvöldið 19. desember klukkan 17. Miðasala fer fram á Tix.is.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er rangt að telja að allt viðgangist bara ef það kemst ekki upp. Gættu þess þó að sum mál eru alls ekki ætluð öðrum, þótt góðir séu.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er rangt að telja að allt viðgangist bara ef það kemst ekki upp. Gættu þess þó að sum mál eru alls ekki ætluð öðrum, þótt góðir séu.