Hver var Íslendingurinn í The Crown?

Olivia Coleman í hlutverki sínu sem Elísabet II. í þriðju …
Olivia Coleman í hlutverki sínu sem Elísabet II. í þriðju þáttaröð af The Crown. Ljósmynd/Netflix

Þriðja þáttaröðin af hinum geysivinsælu Netflix-þáttum The Crown var frumsýnd um helgina en þættirnir fjalla um valdatíð Elísabetar Bretadrottningar. Það þarf ekki að horfa á marga þætti þangað til íslenskt nafn kemur fyrir. Stóra spurningin er þó var þessi íslenski maður sem nefndur er á nafn til í alvörunni eða er hann bara skálduð persóna?

Í öðrum þætti er verið að fara yfir dagskrá Elísabetar. Þar er henni meðal annars tilkynnt að hún þurfi að hitta nýjan sendiherra Íslands, Guðmund Guðmundsson. 

Miðað við aðra sögulega atburði í þættinum gerist þátturinn árið 1965. Svo vill einmitt til að Guðmundur Í. Guðmundsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, fjármálaráðaherra og þingmaður Alþýðuflokksins, var skipaður sendiherra í Stóra-Bretlandi og Hollandi með aðsetur í Lundúnum sama ár. 

Guðmundur, sem lést árið 1987, kom víða við og hitti greinilega margt fólk í starfi sínu í utanríkisþjónustu Íslands. Hann gegndi seinna fleiri sendiherrastöðum en það verður að teljast ólíklegt að hann hafi grunað að nafni hans ætti eftir að bregða fyrir í einum vinsælasta þætti heims rúmlega þrjátíu árum eftir lát hans.  

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú lætur reyna á sannfæringarkraft þinn. Leitaðu því ekki langt yfir skammt heldur slakaðu á og þegar ró er komin yfir þig þá blasir lausnin við.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú lætur reyna á sannfæringarkraft þinn. Leitaðu því ekki langt yfir skammt heldur slakaðu á og þegar ró er komin yfir þig þá blasir lausnin við.