Fannst þrýst á sig að koma fram nakin

Emilia Clarke.
Emilia Clarke. AFP

Leikkonan Emilia Clarke segir í viðtali við Dax Shepherd í hlaðvarpsþættinum Armchair Expert að hún hafi fundið fyrir þrýstingi til þess að koma fram nakin í Game of Thrones. 

Clarke fór með aðalhlutverk í öllum 8 seríunum af Game of Thrones þar sem hún túlkaði drekamóðurina Daenerys Targaryen. Í fyrstu seríunni lék hún nakin í nokkrum senum. Hún segir að henni hafi hún ekki fundist hún hafa haft val um hvort hún kæmi fram nakin eða ekki. 

„Ég var nýkomin úr leiklistarskólanum og nálgaðist þetta eins og hverja aðra vinnu: ef þetta er í handritinu, þá þarf þetta augljóslega að vera svona. Svona eru hlutirnir bara og ég þarf að skilja þetta og það er ástæðan fyrir því að ég er ég og allt verður í góðu lagi. 

Ég hafði aldrei verið á tökustað eins og þessum áður. Ég hafði bara komið í tökuver tvisvar sinnum áður og allt í einu var ég nakin fyrir framan helling af fólki og ég vissi ekki hvað ég átti að gera. Ég vissi ekki hvers var ætlast til af mér og ég vissi ekki hvað þau vildu og ég vissi ekki hvað ég vildi,“ sagði Clarke í viðtalinu. 

Hún sagði að fyrir utan nektina eyddi hún fyrsta árinu af tökunum í mikilli hlédrægni og fannst hún ekki þess virði að geta sett einhver mörk eða óskað eftir neinu. 

Clarke segir að mótleikarinn hennar Jason Momoa hafi bjargað henni. Momoa fór með hlutverk Khal Drogo, eiginmanns persónu Clarke, í fyrstu seríunni. Í viðtalinu ræðir Shephard um brúðkaupsnótt þeirra Targaryen og Drogo þar sem Drogo „því sem næst nauðgar“ henni. 

„Hann grét meira en ég. Það er bara núna sem ég átta mig á því hversu heppin ég var, því þetta hefði getað farið allt, allt, allt öðruvísi. En af því að Jason var með reynslu. Hann var reyndur leikari og hafði gert helling áður en hann kom inn í þetta verkefni. Hann sagði „Elskan, svona á þetta að vera og svona á þetta ekki á vera og ég ætla að tryggja að það sé fjandans sjónarhornið.“ Hann var alltaf að biðja um slopp fyrir mig. Hann var svo góður og hugulsamur og hugsaði um mig sem manneskju,“ sagði Clarke.  

Eftir að hafa leikið í Game of Thrones segist Clarke vera orðin miklu harðari á því hvað henni finnst þægilegt að gera og hversu mikil nekt er í raun og veru nauðsynleg. „Ég hef rifist um það þar sem ég segi bara „Nei sængin verður uppi“ og þeir segja „Þú vilt ekki valda Game of Thrones-aðdáendum þínum vonbrigðum“ og ég segi bara „Haltu kjafti“.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant