J-Lo fékk ekki krónu fyrir Hustlers

Jennifer Lopez fékk ekki greitt fyrir hlutverk sitt í Hustlers.
Jennifer Lopez fékk ekki greitt fyrir hlutverk sitt í Hustlers. AFP

Leik- og tónlistarkonan Jennifer Lopez fékk ekkert greitt fyrir að leika í kvikmyndinni Hustlers sem kom út í vor. Þetta kemur fram í viðtali hennar við tímaritið GQ.

Lopez kom að framleiðslu kvikmyndarinnar ásamt fleiri konum og fór einnig með eitt af aðalhlutverkunum í kvikmyndinni sem fjallaði um líf nektardansmeyja í New York.

Handritið að kvikmyndinni var skrifað af konum, leikstýrt af konu og konur fóru með öll aðalhlutverkin. Lopez fékk ekki greitt fyrir að leika í henni en líklegt er að hún hafi gert samning um að fá prósentu af hagnaði kvikmyndarinnar. 

Hustlers hefur verið sýnd víða um heim en gróðinn af miðasölunni var í september um 323 milljónir Bandaríkjadala eða tæpir 40 milljarðar íslenskra króna. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það þarf ekki alltaf einhver ósköp til þess að lífga upp á tilveruna. Hvað sem þú tekur þér fyrir hendur mun ganga upp. Vertu bjartsýn/n.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það þarf ekki alltaf einhver ósköp til þess að lífga upp á tilveruna. Hvað sem þú tekur þér fyrir hendur mun ganga upp. Vertu bjartsýn/n.