Sannleikurinn um Meghan kemur í ljós

Meghan.
Meghan. AFP

Í haust var greint frá því að Meghan hertogaynja, eiginkona Harry Bretaprins, ætlaði í mál við breska blaðið Mail on Sunday. Í nýlegum dómsskjölum sem lögmenn hennar lögðu fram eru gróusögur um hana leiðréttar en blaðið og móðurfyrirtæki þess eru sökuð um að birta lygasögur til þess að draga upp neikvæða mynd af Meghan. 

Á vef People er farið yfir staðreyndavillur og hreinlega lygar sem hafa birst um Meghan. 

Nýja húsið

Það vakti mikla athygli í byrjun árs þegar Harry og Meghan ákváðu að flytja frá London. Þau fengu lítið hús á lóð Windsor-kastala sem þurfti að taka í gegn. Framkvæmdirnar voru á kostnað skattborgara en samkvæmt skjölunum er húsið ekki innréttað á jafn íburðarmikinn hátt og haldið hefur verið fram.

Kemur fram að í húsinu sé ekki fokdýrt koparbaðker, ekki hljóðeinangrun sem kostaði tug milljóna, ekki jógastúdíó, gróðurhús né tennisvöllur í garðinum. Einnig er tekið fyrir að í húsinu sé ekki sérstök gestaálma fyrir bandaríska móður Meghan, Doriu Ragland. 

Samband Meghan við föður sinn

Mikið hefur verið fjallað um slæmt samband Meghan við föður sinn, Thomas Markle. Markle þurfti að hætta við að mæta í brúðkaup dóttur sinnar með stuttum fyrirvara vegna heilsufarsástæðna. Hann hefur komið fram í fjölmiðlum og talað um dóttur sína. Mail on Sunday birti meðal annars bréf Meghan til hans sem virtist hafa fyllt mælinn hjá Meghan. 

Í skjölunum kemur fram að einungis hafi hluti úr bréfinu verið birtur. Í skjölunum er Meghan einnig sögð lengi hafa séð um að faðir sinn fengi viðeigandi heilbrigðisaðstoð. Á hún einnig að hafa haft áhyggjur af ágengi breska slúðurblaða. Herra Markle er ekki sagður hafa hringt í Meghan fyrir brúðkaupið og afboðað sig. Þess í stað er Meghan sögð hafa haft samband við hann. Hún hunsaði hann heldur ekki eftir brúðkaupið eins og kom fram í blöðum né reifst við hann vegna fjarveru hans. 

Steypiboð Meghan

Mikið var fjallað um steypiboð Meghan í New York í apríl. Þangað mættu stjörnur á borð við Amal Clooney og Gayle King. 

Í skjölunum kemur fram að steypiboð Meghan hafi einungis kostað brotabrot af því sem greint var frá í fjölmiðlum. Móður Meghan var að sjálfsögðu boðið og að öðru hafi verið haldið fram er bæði ósatt og særandi fyrir hertogaynjuna. Meghan er sögð hafa boðist til þess að kaupa flugmiða fyrir móður sína sem komst ekki vegna vinnu. Í boðinu voru 15 gestir sem voru nánir vinir en ekki bara nýir stjörnuvinir eins og haldið var fram. Voru þarna vinir sem Meghan hefur átt í yfir 20 ár og var besta vinkona hennar úr háskóla sú sem skipulagði boðið. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson