Tónlistarævintýri í Síerra Leóne

Frá vinstri til hægri: Ragna Kjartansdóttir, (Cell7), Samúel Jón Samúelsson, ...
Frá vinstri til hægri: Ragna Kjartansdóttir, (Cell7), Samúel Jón Samúelsson, Nabihah Iqbal, Sallay Garnett, Arnljótur Sigurðsson, Sam Wheat, Hadiru Mahdi, Hildur, Mark Crown og Logi Pedro Stefánsson.

Hljómplata með nýjum og frumsömdum lögum sem urðu til í samvinnu tónlistarfólks frá Íslandi, Bretlandi og Síerra Leóne kemur út á næstunni. Hitað er upp fyrir útgáfuna í desember með því að gefa út eitt lag á hverjum föstudegi þangað til.

Íslenska tónlistarfólkið; Ragna Kjartansdóttir, betur þekkt sem Cell7, Hildur Stefánsdóttir, Samúel Jón Samúelsson, Arnljótur Sigurðsson og Logi Pedro Stefánsson, ferðaðist til Síerra Leóne og afrakstur samstarfsins við þarlenda og breska tónlistarmenn er gefinn út undir nafninu Osusu. Hægt er að nálgast tónlistina á Spotify.

Tónlistarkosnan Hildur Kristín Stefánsdóttir er ein þeirra sem fóru til Síerra Leóne. Afrakstur ferðarinnar kemur út á plötu í desember.

Verkefni þetta var að unnið að frumkvæði íslenska velgerðarsjóðsins Aurora sem hefur síðustu ár lagt aukna áherslu á samstarf á sviði menningar.

Bransinn enn frumstæður

„Það er geysileg gróska í tónlistarlífi Síerra Leóne þótt „bransinn“ sé að mörgu leyti ákaflega frumstæður. Stórkostlega hæfileikaríkt tónlistarfólk fær takmörkuð tækifæri til að koma fram og spila lifandi tónlist. Enn færri tækifæri standa til boða ef ætlunin er að koma sér á framfæri í útlöndum þar sem aðgangur að streymisveitum eins og Spotify takmarkast við að hafa aðgang að kreditkortum,“ segir Regína Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Aurora. Hún segir að áðurnefnt verkefni hafi falist í því að leiða saman tónlistarfólk frá þremur löndum í tónlistarsmiðju. Fyrir ári, í lok október 2018, hittust sautján tónlistarmenn og eyddu saman einni viku í að skiptast á reynslu og upplýsingum og búa til fjölbreytta og seiðandi tónlist.

Mikill sköpunarkraftur

„Tónlistarfólkið dvaldi á litlu gistiheimili þar sem fjórum herbergjum var breytt í stúdíó og vann saman í nýjum hópum á hverjum degi. Það var gífurlega mikil orka og sköpunarkraftur sem leystist úr læðingi og í lok vikunnar höfðu verið samin meira en tuttugu ný lög,“ segir Regína.

Frábærar viðtökur í Freetown

Í kjölfarið var ákveðið að hópurinn myndi hittast aftur, fínpússa lögin og flytja á tónleikum. Ákveðið var að hópurinn kæmi saman á ný á Freetown Music Festival. Þá hafði hátíðin verið haldin tvisvar við góðan orðstír en í ár tók Aurora þátt í framkvæmd hennar. Tónlistarfólkið hittist því allt aftur í mars síðastliðnum og flutti tónlistina fyrir áhorfendur, en einnig flutti íslenska og breska tónlistarfólkið sitt eigið efni. Undirtektirnar voru frábærar, að sögn Regínu, og var í framhaldinu ákveðið að gefa út tólf lög á plötu. Útgáfuverkefnið fékk nafnið Osusu, en það er heiti yfir samvinnuverkefni sem á sér stað í mörgum þorpum Síerra Leóne.

Fram úr björtustu vonum

Fyrsta lagið kom út föstudaginn 13. september og mun eitt lag koma út á hverjum föstudegi fram til 29. nóvember. Sjötta desember kemur svo öll platan út ásamt þriggja þátta heimildarmynd um það ævintýri sem tónlistarverkefnið þykir hafa verið. „Afraksturinn og frekari ævintýri hafa farið fram úr björtustu vonum. Nú þegar hefur til dæmis hluti tónlistarfólksins frá Síerra Leóne ferðast í fyrsta sinn út fyrir landsteinana þegar þau tóku þátt í útgáfuhófi plötunnar í London í september. Einnig fengu þau tækifæri til að flytja sína eigin tónlist víðs vegar á Bretlandi,“ segir Regína Bjarnadóttir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ekkert sem segir að þú þurfir alltaf að deila þínu með öðrum. Vertu djarfur en láttu vera að berjast gegn öflum sem þú veist að eru þér yfirsterkari.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ekkert sem segir að þú þurfir alltaf að deila þínu með öðrum. Vertu djarfur en láttu vera að berjast gegn öflum sem þú veist að eru þér yfirsterkari.