Hraunar yfir framleiðendur Turtles

Alan Ritchson hefur leikið skjaldböku.
Alan Ritchson hefur leikið skjaldböku. Skjáskot/Instagram

Leikarinn Alan Ritchson sem fór með hlutverk Raphael í Teenage Mutant Ninja Turles árið 2014 sagði í viðtali að honum hafi liðið ömurlega meðan á tökum á myndinni stóð. 

Ritchson er hvað best þekktur fyrir hlutverk sitt í þáttunum Smalleville. Hann fór einnig með hlutverk í framhaldsmynd TMNT-kvikmyndarinnar, Out of the Shadows sem kom út árið 2016. Hann sagði að þetta hafi verið ein versta framleiðsluupplifun sem hann hafi átt. 

„Þetta lét mig hata lífið svo mikið, svo mikið. Þau voru svo vond við okkur og þau brutu mörg loforð. Ég sagði nei ég vildi ekki gera þetta, ég vildi ekki gera þetta því ég væri að eyða bestu árum ferilsins míns í eitthvað sem enginn veit að ég er hluti af,“ sagði hinn 34 ára leikari í viðtali við Fox News

Upphaflega hafði hann áhyggjur af því að leika í myndinni en kvikmyndaverið fullvissaði hann um að hann yrði ekki bara „gaur með grímu“.

„Þau bönnuðu okkur ekki bara að fara í viðtöl hjá fjölmiðlum, við komumst að því eftir á að þau höfðu sagt að við vildum ekki gefa viðtöl, sem var ekki satt,“ sagði Ritchson. 

Hann segist þó hafa lært af reynslunni. „Þegar ég framleiði eitthvað kem ég fram við fólk af virðingu og eins og ég myndi vilja að komið væri fram við mig.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson