„Jóðlar óskiljanlega texta“

Björk á tónleikunum í London.
Björk á tónleikunum í London. Ljósmynd/Santiago Felipe

Breska blaðið The Times gefur tónleikum Bjarkar í O2-höllinni í London á dögunum fjórar stjörnur af fimm mögulegum.

„Eru þetta tónleikar, leikhús eða framúrstefnulist? Kannski er þetta framtíðar-, flautuelskenda- náttúrusýning með himneskum íslenskum kór, allskonar hljóðfærum og klikkuðum búningum eftir Balmain. Hvað sem þessu líður þá er tíunda tónleikaferð Bjarkar, Cornucopia, eins frumleg og hégómafull og stjarnan sjálf,“ skrifar gagnrýnandinn.

Ljósmynd/Santiago Felipe

Hann setur út á þeir sem sátu aftarlega á tónleikunum hafi misst af sjónrænu veislunni sem tónleikarnir voru vegna þess að engir stórir skjáir eru í höllinni.

„Eina stundina líktist sviðið regnskógi og þá næstu virtist það vera neðansjávar,“ segir hann og bætir við að stundum hafi verið erfitt að koma auga á Björk vegna þess hve mikið var í gangi á sviðinu.

Hann nefnir einnig að rödd Bjarkar hafi aldrei hljómað betur.

Breskir gagnrýnendur eru meira og minna yfir sig hrifnir af tónleikunum. Í Independent fá þeir fullt hús, eða fimm stjörnur, og fjórar stjörnur af fimm í NME, The Guardian og London Evening Standard.

Ljósmynd/Santiago Felipe

Gagnrýnandi Telegraph er ekki eins hrifinn og lætur tvær stjörnur af fimm nægja, þrátt fyrir að segjast vera aðdáandi Bjarkar. „Þegar þú hefur orðið vitni að fljúgandi flautuleikurum fyrir framan stóra skjái sem sýna stökkbreytt og framandi plöntu- og dýralíf á meðan kór syngur yfir iðnaðarhljóðum og lítil, grímuklædd kona jóðlar óskiljanlega texta inni í hvítu boxi, þá veistu að þú hefur verið Bjarkaður,“ skrifar hann.

Framundan hjá Björk eru tónleikar í Glasgow, Dublin og á Norðurlöndum á næstu dögum og vikum, samkvæmt vefsíðu hennar.

Ljósmynd/Santiago Felipe
Ljósmynd/Santiago Felipe
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú lætur reyna á sannfæringarkraft þinn. Leitaðu því ekki langt yfir skammt heldur slakaðu á og þegar ró er komin yfir þig þá blasir lausnin við.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú lætur reyna á sannfæringarkraft þinn. Leitaðu því ekki langt yfir skammt heldur slakaðu á og þegar ró er komin yfir þig þá blasir lausnin við.