Of þybbinn til að leika Bond

Henry Cavill þótti of þybbinn fyrir hlutverk James Bond en …
Henry Cavill þótti of þybbinn fyrir hlutverk James Bond en fékk síðar hlutverk Superman. AFP

Leikaranum Henry Cavill var sagt að hann væri of þybbinn til að fá hlutverk James Bond þegar hann fór í áheyrnarprufur fyrir hlutverkið. 

Þetta var fyrir um 15 árum og Cavill enn ungur að árum. Áheyrnarprufan fól það í sér að hann þyrfti að labba um á handklæðinu. „Ég hefði örugglega getað undirbúið mig betur. Ég man eftir að leikstjórinn Martin Campbell sagði „Þú ert smá þybbinn þarna Henry.“ Ég vissi ekki hvernig ég átti að æfa eða borða,“ sagði Cavill í viðtali við Men's Health.

Cavill segir að það hafi hjálpað honum að fá að heyra sannleikann og þá áttaði hann sig á því að hann kynni ekki að undirbúa sig almennilega fyrir hlutverk. Þótt hann hafi misst hlutverkið til Daniel Craig átti hann síðar eftir að leika Superman.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það þarf ekki alltaf einhver ósköp til þess að lífga upp á tilveruna. Hvað sem þú tekur þér fyrir hendur mun ganga upp. Vertu bjartsýn/n.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það þarf ekki alltaf einhver ósköp til þess að lífga upp á tilveruna. Hvað sem þú tekur þér fyrir hendur mun ganga upp. Vertu bjartsýn/n.