Skáldsaga Choi valin sú besta

Trust Exercise eftir Susan Choi hreppti verðlaunin.
Trust Exercise eftir Susan Choi hreppti verðlaunin. mbl.is

Rithöfundurinn Susan Choi hreppti bandarísku National Book-verðlaunin fyrir fimmtu skáldsögu sína, Trust Exercise en hún hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda. Sagan gerist í listaskóla og segir frá ástum tveggja nemenda. Samkvæmt The New York Times hrósaði dómnefnd formfastri póstmóderníski byggingu heillandi sögunnar.

The Yellow House eftir Sarah M. Broom hrepti verðlaunin í flokki ævisagna og óskáldaðra verka en hún byggist á minningum höfundarins um heimili fjölskyldunnar í New Orleans og hvernig hún leystist upp í eftir að fellibylurinn Katrina lagði hluta borgarinnar í rúst. Skáldsaga ungverska höfundarins László Krasznahorkai Baron Wenckheim's Homecoming var valin besta þýðingin sem kom út í Bandaríkjunum á liðnu ári og deilir hann verðlaununum með þýðandanum, Ottilie Mulzet. Þýðingaverðlaunin voru fyrst afhent í fyrra.

Besta skáldsaga fyrir börn var valin 1919 The Year That Changed America eftir Martin W. Sandler, og Sight Lines eftir Arthur Sze hreppti verðlaunin fyrir bestu ljóðabókina. Þá hlaut rithöfundurinn og gagnrýnandinn Edmund White sérstök heiðursverðlaun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant